Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2015 19:13 Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hvetur til þess að Snæfellsnes verði vaktað betur, jafnt í þágu almannavarna sem vísinda.Háahraun skammt frá Dagverðará er talið yngsta hraunið frá Snæfellsjökli og talið runnið úr toppgíg eldfjallsins úr gosi fyrir um 1.700 árum, að sögn Haraldar. Hann segir að í Hnappadal við Haffjarðará sé þó enn yngra hraun, Rauðhálsahraun, tengt Ljósufjallaeldstöðinni, talið úr gosi sem varð eftir landnám eða í kringum árið 900. Haraldur segir að líta verði á eldstöðvar Snæfellsness sem virkar og nú hafi fengist mikilvæg staðfesting. „Það er skjálftavirkni undir jöklinum og það eru nýjar upplýsingar,” segir Haraldur. Til þessa hafi skort nákvæmar mælingar á Snæfellsnesi þar sem jarðskjálftanet Veðurstofu nái aðeins stærstu skjálftum þar en ekki þeim minni. „En þýskir vísindamenn settu niður jarðskjálftamæla á Snæfellsjökli og í Ljósufjöllum fyrir tveimur árum. Og viti menn: Þá kemur það í ljós að það eru smáskjálftar undir báðum þessum eldstöðvum. Þær eru báðar virkar.” Haraldur segir vísbendingar um að kvikuhreyfingar orsaki þessa smáskjálfta og hvetur til þess að Snæfellsnes verði vaktað betur. „Ég held að það sé mikil þörf á því, sérstaklega fyrir vísindin og einnig náttúrlega fyrir almannavarnir.” Þetta eigi ekki einungis við um Snæfellsjökul heldur ekki síður um Ljósufjöll. „Ljósufjallaeldstöðin er reyndar sú sem hefur verið virk seinna heldur en Snæfellsjökull. Það má segja að hún sé kannski virkari heldur en Snæfellsjökull.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 annaðkvöld verður nánar rætt við Harald um eldvirkni Snæfellsness.Það verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri, um Stykkishólm og Eldfjallasafnið, má sjá hér.Haraldur fjallar um eldvirkni Snæfellsness í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eldgos og jarðhræringar Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hvetur til þess að Snæfellsnes verði vaktað betur, jafnt í þágu almannavarna sem vísinda.Háahraun skammt frá Dagverðará er talið yngsta hraunið frá Snæfellsjökli og talið runnið úr toppgíg eldfjallsins úr gosi fyrir um 1.700 árum, að sögn Haraldar. Hann segir að í Hnappadal við Haffjarðará sé þó enn yngra hraun, Rauðhálsahraun, tengt Ljósufjallaeldstöðinni, talið úr gosi sem varð eftir landnám eða í kringum árið 900. Haraldur segir að líta verði á eldstöðvar Snæfellsness sem virkar og nú hafi fengist mikilvæg staðfesting. „Það er skjálftavirkni undir jöklinum og það eru nýjar upplýsingar,” segir Haraldur. Til þessa hafi skort nákvæmar mælingar á Snæfellsnesi þar sem jarðskjálftanet Veðurstofu nái aðeins stærstu skjálftum þar en ekki þeim minni. „En þýskir vísindamenn settu niður jarðskjálftamæla á Snæfellsjökli og í Ljósufjöllum fyrir tveimur árum. Og viti menn: Þá kemur það í ljós að það eru smáskjálftar undir báðum þessum eldstöðvum. Þær eru báðar virkar.” Haraldur segir vísbendingar um að kvikuhreyfingar orsaki þessa smáskjálfta og hvetur til þess að Snæfellsnes verði vaktað betur. „Ég held að það sé mikil þörf á því, sérstaklega fyrir vísindin og einnig náttúrlega fyrir almannavarnir.” Þetta eigi ekki einungis við um Snæfellsjökul heldur ekki síður um Ljósufjöll. „Ljósufjallaeldstöðin er reyndar sú sem hefur verið virk seinna heldur en Snæfellsjökull. Það má segja að hún sé kannski virkari heldur en Snæfellsjökull.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 annaðkvöld verður nánar rætt við Harald um eldvirkni Snæfellsness.Það verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri, um Stykkishólm og Eldfjallasafnið, má sjá hér.Haraldur fjallar um eldvirkni Snæfellsness í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Eldgos og jarðhræringar Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45