Vara fólk við að tala um persónuupplýsingar nærri sjónvörpum Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2015 14:57 Sjónvarp Samsung á tæknisýningu. Vísir/EPA Eigendur snjallsjónvarpa frá Samsung hafa vakið athygli á því að í skilmálum sjónvarpanna segir að þau taki mögulega upp persónuleg samtöl á heimilum fólks og sendi til þriðja aðila. Um er að ræða sjónvörp sem bjóða upp á raddstýringu, en í skilmálunum varar Samsung fólk við því að ræða um persónuupplýsingar nálægt sjónvörpunum. Í skilmálunum segir: „Ef töluð orð ykkar innihalda persónu- eða aðrar viðkvæmar upplýsingar, munu þær vera meðal gagna sem safnað er og eru send til þriðja aðila í gegnum raddstýringu sjónvarpsins.“ Samkvæmt vef Forbes geta eigendur slíkra sjónvarpa slökkt á raddstýringunni, en ekki á gagnaöfluninni. Því er ekki hægt að nota raddstýringuna án þess að samtöl fjölskyldna endi í höndum Samsung og samstarfsaðila þeirra. Talið er að þriðji aðilinn sé bandaríska fyrirtækið Nuance, sem þróaði raddstýringu Samsung. Left: Samsung SmartTV privacy policy, warning users not to discuss personal info in front of their TV Right: 1984 pic.twitter.com/osywjYKV3W— Parker Higgins (@xor) February 8, 2015 Samsung segir aftur á móti við Guardian að þessar áhyggjur séu óþarfar. „Við tökum persónuvernd notenda mjög alvarlega.“ Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins til Guardian. Þar segir að öllum notendum sé boðið að slökkva á raddstýringunni og að öll gögn séu dulkóðuð. Sé kveikt á raddstýringu sjónvarpsins séu sérstakar setningar sem hægt sé að nota til að stýra sjónvarpinu. Þá segir að á skjánum sé myndband af míkrófón þegar upptaka sé í gangi. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Eigendur snjallsjónvarpa frá Samsung hafa vakið athygli á því að í skilmálum sjónvarpanna segir að þau taki mögulega upp persónuleg samtöl á heimilum fólks og sendi til þriðja aðila. Um er að ræða sjónvörp sem bjóða upp á raddstýringu, en í skilmálunum varar Samsung fólk við því að ræða um persónuupplýsingar nálægt sjónvörpunum. Í skilmálunum segir: „Ef töluð orð ykkar innihalda persónu- eða aðrar viðkvæmar upplýsingar, munu þær vera meðal gagna sem safnað er og eru send til þriðja aðila í gegnum raddstýringu sjónvarpsins.“ Samkvæmt vef Forbes geta eigendur slíkra sjónvarpa slökkt á raddstýringunni, en ekki á gagnaöfluninni. Því er ekki hægt að nota raddstýringuna án þess að samtöl fjölskyldna endi í höndum Samsung og samstarfsaðila þeirra. Talið er að þriðji aðilinn sé bandaríska fyrirtækið Nuance, sem þróaði raddstýringu Samsung. Left: Samsung SmartTV privacy policy, warning users not to discuss personal info in front of their TV Right: 1984 pic.twitter.com/osywjYKV3W— Parker Higgins (@xor) February 8, 2015 Samsung segir aftur á móti við Guardian að þessar áhyggjur séu óþarfar. „Við tökum persónuvernd notenda mjög alvarlega.“ Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins til Guardian. Þar segir að öllum notendum sé boðið að slökkva á raddstýringunni og að öll gögn séu dulkóðuð. Sé kveikt á raddstýringu sjónvarpsins séu sérstakar setningar sem hægt sé að nota til að stýra sjónvarpinu. Þá segir að á skjánum sé myndband af míkrófón þegar upptaka sé í gangi.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira