Miði og Pyngjan í samstarf Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2015 17:03 Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskiptaráðherra kampakát ásamt Dagnýju Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra og eiganda DH Samskipta. Midi.is og Pyngjan standa nú í samstarfi um miðakaup og á næstu dögum munu viðskiptavinir Midi.is geta grett fyrir miða með farsímum sínum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskiptaráðherra, keypti sér fyrsta miðann með alíslensku farsímaappi á UT messunni í Hörpu í dag. Samkvæmt tilkynningu var miðinn var keyptur í tilefni opnunar á þessum nýja greiðslumöguleika á vefnum. „Appið kallast Pyngjan en nýsköpunarfyrirtækið DH Samskipti setti það nýlega á markað. Söluaðilar og notendur eru afskaplega ánægðir með þessa nýjung og fjölgar samstarfsaðilum stöðugt. Appið virkar sem greiðslumiðill í farsíma og leysir af hólmi posa og kortagreiðslur. Pyngjan styður bæði Apple og Android síma og er mjög einfalt í notkun,“ segir í tilkynningunni. „Fyllsta öryggis er gætt í samskiptum á milli aðila en til að virkja greiðslukortið í Pyngjunni er virkjunarkóði sendur í netbanka korthafans. Notandi býr til lykilnúmer en einnig er mögulegt að auka öryggi enn frekar með því að læsa Pyngjunni og búa til aðgangsorð. Notandi getur hvenær sem er afskráð greiðslukort í Pyngjunni og þá hverfur kortið úr appinu. Ef síminn týnist eða honum er stolið er mögulegt að afskrá kortið á vefnum.” segir Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri DH Samskipta. „Við fögnum þessari spennandi lausn sem styður vel við þá þróunarvinnu sem Midi.is hefur staðið í síðastliðna mánuði, m.a. með tilkomu nýrrar og aðgengilegri vefsíðu sem þjónar miðakaupendum betur hvar sem er og hvenær sem er, hvort sem þeir eru að kaupa sér miða í gegnum snjalltæki eða borðtölvu. Pyngjan smell passar inn í þessa hugmyndafræði og býður auk þess upp á marga spennandi möguleika sem munu nýtast miðakaupendum enn frekar,“ segir Ragnar Árnason, framkvæmdastjóri midi.is. Öll samskipti á milli farsíma og færsluhirðis eru læst og dulkóðuð. Pyngjan hefur engin samskipti við búnað söluaðila og upplýsingar um korthafa eru ekki geymdar hjá söluaðila. Greiðslukortanúmer geymast ekki í forritinu sjálfu en upplýsingarnar um kortanotkun eru varðveittar í Pyngjunni. Ef appinu er eytt hverfa þessar upplýsingar. Tækni Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sjá meira
Midi.is og Pyngjan standa nú í samstarfi um miðakaup og á næstu dögum munu viðskiptavinir Midi.is geta grett fyrir miða með farsímum sínum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskiptaráðherra, keypti sér fyrsta miðann með alíslensku farsímaappi á UT messunni í Hörpu í dag. Samkvæmt tilkynningu var miðinn var keyptur í tilefni opnunar á þessum nýja greiðslumöguleika á vefnum. „Appið kallast Pyngjan en nýsköpunarfyrirtækið DH Samskipti setti það nýlega á markað. Söluaðilar og notendur eru afskaplega ánægðir með þessa nýjung og fjölgar samstarfsaðilum stöðugt. Appið virkar sem greiðslumiðill í farsíma og leysir af hólmi posa og kortagreiðslur. Pyngjan styður bæði Apple og Android síma og er mjög einfalt í notkun,“ segir í tilkynningunni. „Fyllsta öryggis er gætt í samskiptum á milli aðila en til að virkja greiðslukortið í Pyngjunni er virkjunarkóði sendur í netbanka korthafans. Notandi býr til lykilnúmer en einnig er mögulegt að auka öryggi enn frekar með því að læsa Pyngjunni og búa til aðgangsorð. Notandi getur hvenær sem er afskráð greiðslukort í Pyngjunni og þá hverfur kortið úr appinu. Ef síminn týnist eða honum er stolið er mögulegt að afskrá kortið á vefnum.” segir Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri DH Samskipta. „Við fögnum þessari spennandi lausn sem styður vel við þá þróunarvinnu sem Midi.is hefur staðið í síðastliðna mánuði, m.a. með tilkomu nýrrar og aðgengilegri vefsíðu sem þjónar miðakaupendum betur hvar sem er og hvenær sem er, hvort sem þeir eru að kaupa sér miða í gegnum snjalltæki eða borðtölvu. Pyngjan smell passar inn í þessa hugmyndafræði og býður auk þess upp á marga spennandi möguleika sem munu nýtast miðakaupendum enn frekar,“ segir Ragnar Árnason, framkvæmdastjóri midi.is. Öll samskipti á milli farsíma og færsluhirðis eru læst og dulkóðuð. Pyngjan hefur engin samskipti við búnað söluaðila og upplýsingar um korthafa eru ekki geymdar hjá söluaðila. Greiðslukortanúmer geymast ekki í forritinu sjálfu en upplýsingarnar um kortanotkun eru varðveittar í Pyngjunni. Ef appinu er eytt hverfa þessar upplýsingar.
Tækni Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent