Körfubolti

Dallas Mavericks horfir til Amare Stoudemire

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Lítið hefur gengið hjá Amare í New York
Lítið hefur gengið hjá Amare í New York vísir/getty
Dallas Mavericks er að reyna að styrkja sig fyrir úrslitakeppnina í NBA körfuboltanum.

Orðrómur er uppi um að Amare Stoudemire losi sig undan samningi sínum við New York Knicks til að geta gengið til liðs við lið í titilbaráttu en ekkert hefur gengið hjá Knicks á leiktíðinni.

Um leið og þessi orðrómur komst á kreik þá var ljóst að Dallas Mavericks hefði áhuga á Stoudemire en Mavericks hefur einnig verið orðað við Jermaine O‘Neal að undanförnu og er búið að undirbúa þær breytingar sem liðið þyrfti að gera á leikmannahópnum til að koma báðum leikmönnunum að í hópnum sínum.

O‘Neal vinnur hörðum höndum að því að koma sér í form í nágreni Dallas en ljóst að Mavericks gæti ekki boðið leikmönnunum háan samning en talið er að báðir væru tilbúnir að fara til Dallas í von um að vinna meistaratitil seint á ferlinum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×