Viðskipti erlent

PwC sakað um aðstoð við meiriháttar skattaundanskot

vísir/epa
Bresk þingnefnd sakaði endurskoðunarfyrirtækið Price waterhouse Cooper (PwC) um meiriháttar skattaundanskot í skýrslu sem kom út í dag. AP greinir frá.

Endurskoðunarnefnd þingsins óskaði eftir því að stjórnvöld gerðu meira til að koma berjast til skattaundanskotum.

Fyrirtækið var sakað um að hafa gefið sig út fyrir að auðvelda fyrirtækjum skattaundanskot. Það væri gert með lánum milli fyrirtækis og dótturfélags sem flyttu hagnað þeirra til Lúxemborg, þar sem hægt væri að greiða mun lægri skatta.

Formaður nefndarinnar. Margaret Hodge, sagði að fyrirtækið hefði valdið því að fjölþjóðleg stórfyrirtæki greiddu mun lægri skatt í löndunum þar sem hagnaður þess yrði  til en efni stæðu til.

PwC sagðist ósammála niðurstöðu nefndarinnar en sögðust þó sammála því að breska skattkerfið væri of flókið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×