Ökumaðurinn segir Ólöfu hafa verið eina í hálftíma Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2015 12:29 Ólöf Þorbjörg. „Já, það var mikið að gera,“ segir Valdimar I. Jónsson, ökumaður hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, aðspurður hvort gærdagurinn hafi verið honum erfiður en Valdimar er ökumaðurinn sem ók Ólöfu Þorbjörgu Pétursdóttur áður en lýst var eftir henni af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, segir Valdimar hafa verið leystan frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Ólöf Þorbjörg fannst í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra eftir mikla leit og talið að hún hafi verið ein í bílnum í sjö klukkustundir en Valdimar segir í samtali við Vísi að hann ætli ekkert að tjá sig frekar um málið von sé á yfirlýsingu vegna málsins síðar í dag. Valdimar vildi ekki tjá sig við Vísi en ræðir hins vegar ítarlega við DV þar sem hann segir Ólöfu ekki hafa verið lengur en hálftíma í bílnum. Hann segist ekki hafa lagt bílnum fyrr en klukkan sjö í gærkvöldi en Ólöf fannst um hálf átta leytið. „Hún brosti þegar ég kom út í bíl. Það virtist ekkert ama að henni. Hún bara sat þarna hin rólegasta. Þá sat hún upprétt,“ segir Valdimar við DV. Hann segist hafa tekið olíu á bílinn þegar vinnudeginum lauk og því næst farið með bílinn á verkstæði í smá lagfæringu en eftir kvöldmat ætlaði Valdimar með bílinn aftur á stæði. Hann segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa haft samband við sig fyrir þann tíma en honum hafði ekki dottið í hug að stúlkan gæti verið enn í bílnum. Eitthvað ýtti honum þó til þess að skoða bílinn um hálf átta og þar var Ólöf. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, sagði í samtali við Vísi að Valdimar hefði verið leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 „Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Já, það var mikið að gera,“ segir Valdimar I. Jónsson, ökumaður hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, aðspurður hvort gærdagurinn hafi verið honum erfiður en Valdimar er ökumaðurinn sem ók Ólöfu Þorbjörgu Pétursdóttur áður en lýst var eftir henni af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, segir Valdimar hafa verið leystan frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Ólöf Þorbjörg fannst í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra eftir mikla leit og talið að hún hafi verið ein í bílnum í sjö klukkustundir en Valdimar segir í samtali við Vísi að hann ætli ekkert að tjá sig frekar um málið von sé á yfirlýsingu vegna málsins síðar í dag. Valdimar vildi ekki tjá sig við Vísi en ræðir hins vegar ítarlega við DV þar sem hann segir Ólöfu ekki hafa verið lengur en hálftíma í bílnum. Hann segist ekki hafa lagt bílnum fyrr en klukkan sjö í gærkvöldi en Ólöf fannst um hálf átta leytið. „Hún brosti þegar ég kom út í bíl. Það virtist ekkert ama að henni. Hún bara sat þarna hin rólegasta. Þá sat hún upprétt,“ segir Valdimar við DV. Hann segist hafa tekið olíu á bílinn þegar vinnudeginum lauk og því næst farið með bílinn á verkstæði í smá lagfæringu en eftir kvöldmat ætlaði Valdimar með bílinn aftur á stæði. Hann segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa haft samband við sig fyrir þann tíma en honum hafði ekki dottið í hug að stúlkan gæti verið enn í bílnum. Eitthvað ýtti honum þó til þess að skoða bílinn um hálf átta og þar var Ólöf. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, sagði í samtali við Vísi að Valdimar hefði verið leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins.
Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 „Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04
Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04
Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04
„Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43