Viðskipti erlent

Hagnaður Walt Disney jókst um tæp 20 prósent

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frozen myndin hefur notið mikilla vinsælda.
Frozen myndin hefur notið mikilla vinsælda. NordicPhotos/afp
Hagnaður afþreyingarfyrirtækisins Walt Disney jókst um 19 prósent, og fór í 2,2 milljarða dala, eða um það bil 260 milljarða króna, á síðasta rekstrarfjórðungi.

Tekjur jukust um 9 prósent, og fór í 13,4 milljarða dala eða 1755 milljarða króna. Þetta er mun betri niðurstaða en spáð var. Ástæða aukinna tekna er að sala á leikföngum tengdum myndinni Frozen og fleiri heimsóknir í skemmtigarða Disney.

Hlutabréf í Disney, sem hafa hækkað um 30 prósent undanfarið ár, hækkuðu um 4,4 prósent eftir að uppgjörið var kynnt. Bréfin voru í gærkvöldi í 98 dölum á hlut.

Á BBC má lesa meira. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×