Viðskipti erlent

Standard & Poor's greiðir bætur fyrir uppskrúfað lánshæfismat

ingvar haraldsson skrifar
Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum 1,38 milljarða dollara, jafngildi um 183 milljarða íslenskra króna.
Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum 1,38 milljarða dollara, jafngildi um 183 milljarða íslenskra króna. vísir/getty
Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum 1,38 milljarða dollara, jafngildi um 183 milljarða íslenskra króna. Bæturnar greiðir matsfyrirtækið fyrir að gefa lánshæfiseinkunnir sem ekki reyndist grundvöllur fyrir á svokölluðum eignavörðum verðbréfum sem tryggð voru með fasteignalánum. USA Today greinir frá.

Standard & Poor's mun greiða bandaríska dómsmálaráðuneytinu helming upphæðarinnar en hinn helmingurinn mun renna til 19 bandarískra ríkja og District of Columbia.

Bandarísk stjórnvöld segja Standard & Poor's ranglega hafa haldið því fram að mat þeirra á eignavörðu verðbréfunum væri hlutlægt og óháð á tímabilinu 2004 til 2007. Stjórnvöld segja að matsfyrirtækið haft hag af því að gefa betri lánshæfiseinkunnir og eiga þannig möguleika á að bæta afkomu sína.

Eric Holder, dómsmálaráðherra Banderíkjanna segir að yfirmenn Standard & Poor's hafi oftar en einu sinni hafa verið staðið að því að hunsa viðvaranir um að fyrirtækið hefði gefið fjármálaafurðum of háa einkunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×