Stemning í stúkunni í Sprettshöllinni Telma Tómasson skrifar 19. febrúar 2015 14:30 Áhorfendur fjölmenntu í Sprettshöllina og stemningin var stórfín. Vísir/Valli Margt var um manninn og stemning í stúkunni í Sprettshöllinni í Kópavogi í gærkvöldi þegar keppni fór fram í fimmgangi í áhugamannadeildinni. Þórunn Hannesdóttir á glæsihestinum Austra frá Flagbjarnarholti sigraði örugglega og skaut öllum strákunum ref fyrir rass í úrslitunum. Þórunn átti brekkuna og var klappað lof í lófa fyrir sýningu sína. Áhorfendur létu ekki leiðindaveður trufla sig og mættu í Sprettshöllina til að hvetja sitt fólk áfram, eins og sjá má á meðfylgjandi myndasyrpu.Þórunn Hannesdóttir og Austri frá Flagbjarnarholti.Í áhugamannadeildinni urðu úrslit þessi: 1. Þórunn Hannesdóttir / Austri frá Flagbjarnarholti 6,52 2. Árni Sigfús Birgisson / Sjór frá Ármóti 6,19 3. Sigurbjörn J Þórmundsson / Leistur frá Hemlu II 5,90 4. Þorvarður Friðbjörnsson / Þengill frá Þjóðólfshaga 1 5,79 5. Játvarður Jökull Ingvarsson / Kappi frá Dallandi 5,69 6. Leó Hauksson / Bú-Álfur frá Vakurstöðum 5,62 7. Sigurður Grétar Halldórsson / Álmur frá Skjálg 4,05 Keppni í hestaíþróttum er nú að komast á fullt skrið og ber Meistaradeildina hæst, en frá henni er sýnt beint á Stöð 2 Sport aðra hverja viku. Næsta keppni fer fram í fimmgangi fimmtudaginn 26. febrúar og hefur Vísir heimildir fyrir því að þar mæti knapar með mjög sterka hesta til leiks, meðal annars kemur Íslandsmeistarinn í fimmgangi Hulda Gústafsdóttir með hinn fasmikla Birki frá Vatni. Á Stöð 2 Sport eru einnig sýndir upprifjunarþættir Meistaradeildarinnar, einnig á fimmtudagskvöldum, þar sem farið er yfir hverja keppnisgrein, rætt við sigurvegara og dómarar skýra einkunnagjöf og sýningar. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá mótinu í Sprettshöllinni. Hestar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Margt var um manninn og stemning í stúkunni í Sprettshöllinni í Kópavogi í gærkvöldi þegar keppni fór fram í fimmgangi í áhugamannadeildinni. Þórunn Hannesdóttir á glæsihestinum Austra frá Flagbjarnarholti sigraði örugglega og skaut öllum strákunum ref fyrir rass í úrslitunum. Þórunn átti brekkuna og var klappað lof í lófa fyrir sýningu sína. Áhorfendur létu ekki leiðindaveður trufla sig og mættu í Sprettshöllina til að hvetja sitt fólk áfram, eins og sjá má á meðfylgjandi myndasyrpu.Þórunn Hannesdóttir og Austri frá Flagbjarnarholti.Í áhugamannadeildinni urðu úrslit þessi: 1. Þórunn Hannesdóttir / Austri frá Flagbjarnarholti 6,52 2. Árni Sigfús Birgisson / Sjór frá Ármóti 6,19 3. Sigurbjörn J Þórmundsson / Leistur frá Hemlu II 5,90 4. Þorvarður Friðbjörnsson / Þengill frá Þjóðólfshaga 1 5,79 5. Játvarður Jökull Ingvarsson / Kappi frá Dallandi 5,69 6. Leó Hauksson / Bú-Álfur frá Vakurstöðum 5,62 7. Sigurður Grétar Halldórsson / Álmur frá Skjálg 4,05 Keppni í hestaíþróttum er nú að komast á fullt skrið og ber Meistaradeildina hæst, en frá henni er sýnt beint á Stöð 2 Sport aðra hverja viku. Næsta keppni fer fram í fimmgangi fimmtudaginn 26. febrúar og hefur Vísir heimildir fyrir því að þar mæti knapar með mjög sterka hesta til leiks, meðal annars kemur Íslandsmeistarinn í fimmgangi Hulda Gústafsdóttir með hinn fasmikla Birki frá Vatni. Á Stöð 2 Sport eru einnig sýndir upprifjunarþættir Meistaradeildarinnar, einnig á fimmtudagskvöldum, þar sem farið er yfir hverja keppnisgrein, rætt við sigurvegara og dómarar skýra einkunnagjöf og sýningar. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá mótinu í Sprettshöllinni.
Hestar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira