Innlent

Eva Joly segir Alcoa ekki mega nota glufu í skattalögum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Eva Joly segir að Alcoa megi ekki nota glufur í skattakerfinu til að komast hjá því að greiða skatt af hagnaði. Það segir hún að sé ólöglegt. Í viðtali við Kastljós í kvöld upplýsti hún um að nefnd sem hún leiðir á Evrópuþinginu muni beita sér fyrir sérstakri skoðun á framferði Alcoa og annarra fyrirtækja sem beita sömu aðferðum.

„Það er bannað að nota fölsuð lán til þess að komast hjá skatti. Það er mjög óeðlilegt að Alcoa komist upp með að greiða ekki skatta á Íslandi í tíu ár þó að reksturinn skili miklum hagnaði. Þetta kerfi er mjög skaðlegt fyrir efnahag alls heimsins,“ sagði Joly í Kastljósinu og að ekki þyrfti að breyta lögum á Íslandi til að koma í veg fyrir háttsemina.

Samkvæmt fyrri umfjöllunum Kastljóss hefur Alcoa greitt tugi milljarða í vaxtagreiðslur af láni til systurfélags í Lúxemborg án þess að skuld félagsins lækki og hafa greiðslurnar dregist frá hagnaði með þeim afleyðingum að Alcoa hefur ekki greitt hefðbundinn tekjuskatt á Íslandi frá 2003.

Alcoa hefur sagt lánið vera vegna gífurlega kostnaðarsamrar fjárfestingar í uppbyggingu félagsins hér á landi og á sama tíma hafnað að fyrirtækið nýti glufur til að komast hjá skattgreiðslum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×