Sacchi: Ég er ekki rasisti - hér er bara of mikið af svörtum leikmönnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 10:00 Arrigo Sacchi með Carlo Ancelotti sem einnig þjálfaði Milan og er nú þjálfari Real Madrid. vísir/getty Arrigo Sacchi, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu, kom sér í vandræði í gær þegar hann sagði of marga svarta leikmenn vera að koma upp úr yngri flokkum ítalskra knattspyrnuliða. „Ég er sannarlega enginn rasisti eins og saga mín sem þjálfari hefur sannað. Það byrjaði allt með Frank Rikjaard,“ hefur ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport eftir Sacchi, en hann lét orðin falla á verðlaunaafhendingu. „Eftir að hafa horft á Viareggio-mótið langar mig að segja að það eru of margir svartir leikmenn hérna, meira að segja í unglingaliðunum.“ „Ítalía hefur enga sjálfsvirðingu lengur og ekkert stolt. Það á ekki að vera þannig að liðin okkar séu með 15 erlenda leikmenn í hópnum.“ Viareggio-mótið er afar virt unglingamót sem haldið er árlega í Toskanahéraði. Sacchi, sem varð fyrst frægur undir lok níunda áratugs síðustu aldar þegar hann vann tvo Evróputitla í röð með AC Milan, vildi leiðrétta ummæli sín í dag. Hann sagði þau tekin úr samhengi. Leiðrétting hans er þó ekkert mikið betri því hann er enn á sama máli. „Það sem ég sagði var rangtúlkað. Haldið þið virkilega að ég sé rasisti? Það eina sem ég sagði er að ég sá leik þar sem fjórir litaðir strákar spiluðu,“ sagði hann við La Gazetta dello Sport. „Sagan mín talar fyrir sig sjálf. Ég hef alltaf þjálfað lið með frábærum leikmönnum af öllum kynþáttum. Ég fékk líka til mín mikið af leikmönnum til Milan og Real Madrid.“ „Ég vildi bara undirstrika að við erum að tapa þjóðarstoltinu okkar sem og okkar þjóðareinkenni.“ Ítalski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Arrigo Sacchi, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu, kom sér í vandræði í gær þegar hann sagði of marga svarta leikmenn vera að koma upp úr yngri flokkum ítalskra knattspyrnuliða. „Ég er sannarlega enginn rasisti eins og saga mín sem þjálfari hefur sannað. Það byrjaði allt með Frank Rikjaard,“ hefur ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport eftir Sacchi, en hann lét orðin falla á verðlaunaafhendingu. „Eftir að hafa horft á Viareggio-mótið langar mig að segja að það eru of margir svartir leikmenn hérna, meira að segja í unglingaliðunum.“ „Ítalía hefur enga sjálfsvirðingu lengur og ekkert stolt. Það á ekki að vera þannig að liðin okkar séu með 15 erlenda leikmenn í hópnum.“ Viareggio-mótið er afar virt unglingamót sem haldið er árlega í Toskanahéraði. Sacchi, sem varð fyrst frægur undir lok níunda áratugs síðustu aldar þegar hann vann tvo Evróputitla í röð með AC Milan, vildi leiðrétta ummæli sín í dag. Hann sagði þau tekin úr samhengi. Leiðrétting hans er þó ekkert mikið betri því hann er enn á sama máli. „Það sem ég sagði var rangtúlkað. Haldið þið virkilega að ég sé rasisti? Það eina sem ég sagði er að ég sá leik þar sem fjórir litaðir strákar spiluðu,“ sagði hann við La Gazetta dello Sport. „Sagan mín talar fyrir sig sjálf. Ég hef alltaf þjálfað lið með frábærum leikmönnum af öllum kynþáttum. Ég fékk líka til mín mikið af leikmönnum til Milan og Real Madrid.“ „Ég vildi bara undirstrika að við erum að tapa þjóðarstoltinu okkar sem og okkar þjóðareinkenni.“
Ítalski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira