Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áfram Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2015 15:53 Thomas Lundin segir að atriðið hafi minnt á sigurlag Dana frá 2013. Hann segist þó ekki viss um að það sé af hinu góða. Vísir/Þórdís Inga/Jonas Norén Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segist í samtali við Vísi sannfærður um að Ísland komist áfram á undanúrslitakvöldi Eurovision í Vínarborg í maí. Hann segist einnig þora að lofa því að Ísland muni ekki standa uppi sem sigurvegari keppninnar. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir að þrátt fyrir að hann telji að Íslendingar eigi ekki möguleika á sigri þá þýði það ekki að honum þyki lagið Unbroken vera slæmt. „Mér finnst lagið vera nútímalegt og klassískt á sama tíma. Með sterkara viðlagi hefði það getað farið hvað langt sem er. Ég er þó viss um að lagið komist upp úr undanúrslitum.“ Hann segir Maríu Ólafsdóttur vera með stórkostlega rödd og að hún hafi staðið sig mjög vel á sviðinu síðastliðinn laugardag. „Eitthvað í flutningnum á sviðinu fékk mig til að hugsa um framlag Danmerkur sem vann keppnina árið 2013. Ég veit þó ekki hvort það sé af hinu góða. Ég hefði frekar veðjað á sviðsframkomu sem sé meira 2015, það er sleppa söguþemanu.“ Thomas segir að af þeim lögum sem þegar sé ljóst að taki þátt í Vínarborg í maí þá sé hann enn ekki með neitt uppáhaldslag. „Framlag Íslands er þó með þeim allra bestu enn sem komið er. Persónulega fannst mér íslenska lagið betra þegar það var flutt á íslensku, sem er jú fallegasta tungumál þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision. Annars hugsa ég að ítalska lagið verði sterkt í ár. Hljómsveitin sem mun flytja þeirra framlag er mjög góð. Ég vona bara að þeir finni gott lag fyrir þá til að flytja.“ Vísir átti að skila bestu kveðjum til allra vina Thomas hér á landi. Eurovision Tengdar fréttir María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Meet María who represents Iceland in Eurovision 2015 21 year old country girl María Ólafsdóttir stunned the Icelandic nation with her performance of the song Unbroken in the qualifiers on Saturday and couldn't believe the results. 15. febrúar 2015 22:30 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segist í samtali við Vísi sannfærður um að Ísland komist áfram á undanúrslitakvöldi Eurovision í Vínarborg í maí. Hann segist einnig þora að lofa því að Ísland muni ekki standa uppi sem sigurvegari keppninnar. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir að þrátt fyrir að hann telji að Íslendingar eigi ekki möguleika á sigri þá þýði það ekki að honum þyki lagið Unbroken vera slæmt. „Mér finnst lagið vera nútímalegt og klassískt á sama tíma. Með sterkara viðlagi hefði það getað farið hvað langt sem er. Ég er þó viss um að lagið komist upp úr undanúrslitum.“ Hann segir Maríu Ólafsdóttur vera með stórkostlega rödd og að hún hafi staðið sig mjög vel á sviðinu síðastliðinn laugardag. „Eitthvað í flutningnum á sviðinu fékk mig til að hugsa um framlag Danmerkur sem vann keppnina árið 2013. Ég veit þó ekki hvort það sé af hinu góða. Ég hefði frekar veðjað á sviðsframkomu sem sé meira 2015, það er sleppa söguþemanu.“ Thomas segir að af þeim lögum sem þegar sé ljóst að taki þátt í Vínarborg í maí þá sé hann enn ekki með neitt uppáhaldslag. „Framlag Íslands er þó með þeim allra bestu enn sem komið er. Persónulega fannst mér íslenska lagið betra þegar það var flutt á íslensku, sem er jú fallegasta tungumál þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision. Annars hugsa ég að ítalska lagið verði sterkt í ár. Hljómsveitin sem mun flytja þeirra framlag er mjög góð. Ég vona bara að þeir finni gott lag fyrir þá til að flytja.“ Vísir átti að skila bestu kveðjum til allra vina Thomas hér á landi.
Eurovision Tengdar fréttir María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Meet María who represents Iceland in Eurovision 2015 21 year old country girl María Ólafsdóttir stunned the Icelandic nation with her performance of the song Unbroken in the qualifiers on Saturday and couldn't believe the results. 15. febrúar 2015 22:30 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00
Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59
Meet María who represents Iceland in Eurovision 2015 21 year old country girl María Ólafsdóttir stunned the Icelandic nation with her performance of the song Unbroken in the qualifiers on Saturday and couldn't believe the results. 15. febrúar 2015 22:30