Erlent

Hætta á að ekkert verði af fyrirhuguðu vopnahléi

visir/epa
Hætta er á að ekkert verði af fyrirhuguðu vopnahléi milli stríðandi fylkinga í austurhluta Úkraínu sem taka á gildi annað kvöld.

Petró Pórósjenkó, forseti Úkraínu, fullyrðir að yfirvöld í Rússlandi hafi blásið til stórsóknar á svæðinu á síðustu sólarhringum, eftir að vopnahlé var handsalað í síðustu viku.

Fregnir hafa borist af stórskotaliði Rússa í grennd við borgina Debaltseve og þá hefur sprengjum rignt yfir aðskilnaðarsinna í í nokkrum hverfum Donetsk í morgun. Talið er að óbreyttir borgarar hafi fallið í átökum uppreisnarmanna og stjórnarhersins í gær, tólf hið minnsta.

Francoise Hollande, Frakklandsforseti, Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Pútín Rússlandsforseti ásamt yfirvöldum í Úkraínu munu ræða stöðu mála yfir helgina eða þangað til að fyrirhugað vopnahlé á að hefjast.

Þá hefur verið boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna á morgun vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×