Vigdís Finnbogadóttir er brautryðjandi ársins Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2015 14:04 Á myndinni má sjá frú Vigdísi Finnbogadóttur, Þorstein Inga Sigfússon forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Sigríði Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Táknmynd viðurkenningarinnar sem veitt var í dag var í formi listaverks eftir Eddu Heiðrúnu Bachman sem hún málaði sérstaklega fyrir þessa viðurkenningu. „Frú Vigdís er lifandi goðsögn og ein merkilegasta persóna íslandssögunnar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er afar stolt af því að heiðra hana með viðurkenningunni og sýna henni þakklæti fyrir hennar elju og dug. Virðing fyrir hennar framlagi og ævistarfi er okkur ofarlega í huga í dag,“ segir í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan:Frú Vigdís Finnbogadóttir sem nú hlaut viðurkenninguna Brautryðjandinn hefur komið víða við á sínum ferli m.a. bæði í kennslu við menntaskóla og Háskóla Íslands. Í mörg sumur vann Vigdís hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og segja má að hún hafi verið frumkvöðull að því sem síðar var kallað menningartengd ferðaþjónusta og vann kynningarefni um land og þjóð. Vigdís var einnig leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur en síðast en ekki síst var hún kjörin forseti Íslands árið 1980 og gegndi því starfi í 16 ár. Athygli vakti um gjörvallan heim þegar kona var í fyrsta sinn kjörin leiðtogi þjóðar sinnar í lýðræðislegri kosningu. Óhætt er að segja að sögulegt kjör Vigdísar Finnbogadóttur og farsælt starf hennar jafnt heima sem heiman hafi reynst ein besta landkynning sem íslenska þjóðin hefur fengið. Vigdís heillaði ekki bara landa sína í hlutverki forseta heldur einnig heimsbyggðina um leið með framkomu sinni, hlýju viðmóti og snjöllum orðum. Landgræðsla, skógrækt og náttúruvernd voru og eru Vigdísi afar hugleikin og hefur hún veitt þessum málefnum ómetanlegan stuðning. Hún hefur vakið athygli á uppeldislegu gildi þess að kenna börnum ræktun og að vernda náttúruna. Í forsetatíð sinni lagði Vigdís mikla áherslu á að græða upp landið. Hún hefur líkt jarðyrkju við uppeldi barna og sagt að ræktun landsins sé nátengd mannyrkju. Vigdís hefur ekki setið auðum höndum eftir að hún lét af embætti forseta Íslands árið 1996. Hún hefur unnið ötullega að því að styrkja tungumál, rannsóknir og menningu, heima fyrir og á alþjóðavettvangi og hefur stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum notið mikilvægrar liðveislu hennar í uppbyggingarstarfinu. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
„Frú Vigdís er lifandi goðsögn og ein merkilegasta persóna íslandssögunnar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er afar stolt af því að heiðra hana með viðurkenningunni og sýna henni þakklæti fyrir hennar elju og dug. Virðing fyrir hennar framlagi og ævistarfi er okkur ofarlega í huga í dag,“ segir í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan:Frú Vigdís Finnbogadóttir sem nú hlaut viðurkenninguna Brautryðjandinn hefur komið víða við á sínum ferli m.a. bæði í kennslu við menntaskóla og Háskóla Íslands. Í mörg sumur vann Vigdís hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og segja má að hún hafi verið frumkvöðull að því sem síðar var kallað menningartengd ferðaþjónusta og vann kynningarefni um land og þjóð. Vigdís var einnig leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur en síðast en ekki síst var hún kjörin forseti Íslands árið 1980 og gegndi því starfi í 16 ár. Athygli vakti um gjörvallan heim þegar kona var í fyrsta sinn kjörin leiðtogi þjóðar sinnar í lýðræðislegri kosningu. Óhætt er að segja að sögulegt kjör Vigdísar Finnbogadóttur og farsælt starf hennar jafnt heima sem heiman hafi reynst ein besta landkynning sem íslenska þjóðin hefur fengið. Vigdís heillaði ekki bara landa sína í hlutverki forseta heldur einnig heimsbyggðina um leið með framkomu sinni, hlýju viðmóti og snjöllum orðum. Landgræðsla, skógrækt og náttúruvernd voru og eru Vigdísi afar hugleikin og hefur hún veitt þessum málefnum ómetanlegan stuðning. Hún hefur vakið athygli á uppeldislegu gildi þess að kenna börnum ræktun og að vernda náttúruna. Í forsetatíð sinni lagði Vigdís mikla áherslu á að græða upp landið. Hún hefur líkt jarðyrkju við uppeldi barna og sagt að ræktun landsins sé nátengd mannyrkju. Vigdís hefur ekki setið auðum höndum eftir að hún lét af embætti forseta Íslands árið 1996. Hún hefur unnið ötullega að því að styrkja tungumál, rannsóknir og menningu, heima fyrir og á alþjóðavettvangi og hefur stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum notið mikilvægrar liðveislu hennar í uppbyggingarstarfinu.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira