Ekki nógu mörg fjögurra ára börn mæta í bólusetningu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. febrúar 2015 10:57 Eitt af hverjum fimm fjögurra ára börnum á Suðurlandi voru ekki endurbólusett árið 2013. Vísir/Vilhelm Hlutfall óbólusettra barna er misjafnt eftir landshlutum og fer það upp í 22 prósent þar sem það er hæst. Þetta kemur fram í skýrslu sóttvarnarlæknis vegna bólusetninga ársins 2013. Skýrslan var birt á síðasta ári og er þar farið yfir þátttöku í almennum bólusetningum barna hér á landi. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Þátttaka í bólusetningum er misjöfn eftir aldri barna en góð þátttaka er í grunnbólusetningu barna, sem talin er einna mikilvægust. Versta þátttakan á Suðurlandi Þátttaka þriggja mánaða barna í bólusetningum er yfirleitt um og yfir 90 prósent og er lægsta hlutfall þátttöku í grunnbólusetningu, sem er við Barnaveiki, stífkrampa, kikhósta, lömunarveiki og Haemofilus influenzae b (DTP, Polio, Hib) í einni spraut, 95 prósent. Það er á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörðum. Önnur mynd kemur upp þegar þátttaka tólf mánaða barna í sömu bólusetningu er skoðuð. Þar er lægsta hlutfall bólusettra 85 prósent á þremur svæðum; Suðurlandi, Suðurnesjum og Vestmannaeyjum. Hlutfallið nær upp í 93 prósent þar sem mest er; á Vesturlandi. Þátttakan er svo enn verri þegar litið er til endurbólusetningu við fjögurra ára aldur en þar er lægsta hlutfall 78 prósent; á Suðurlandi. Þar er hæsta hlutfall 90 prósent; á Norðurlandi og Vesturlandi. Haft uppi á óbólusettum börnum Samkvæmt lögum eru allar bólusetningar skráðar í miðlægan gagnagrunn þannig að hægt sér að fylgjast með þróun bólusetninga í landinu. Reglulega er tekinn saman listi yfir þau börn sem ekki eru bólusett samkvæmt ráðleggingum Landlæknis og haft samband við foreldra eða forráðamenn þeirra og þeim boðin bólusetning. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sunnudag kom fram að til umræðu hafi komið í heilbrigðisráðuneytinu hvort meina eigi óbólusettum börnum að ganga í opinbera skóla hér á landi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það en bólusetningarhlutfall þykir gott hér á landi. „Þróunin hefur ekki verið það hröð eða slakinn. Þvert á móti metur embætti sóttvarnalæknis að við séum í ágætis málum enn,“ sagði Kristján Þór ráðherra sem sagðist tilbúinn að íhuga og ræða allar aðgerðir við sóttvarnarlækni til að Ísland haldi stöðu sinni í bólusetningarmálum. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu.Vísir/Stefán Árangurinn gæti verið betriÞórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að þó hlutfall fjögurra ára í endurbólusetningu ætti að vera hærra sé mikilvægast að þriggja og fimm mánaða gömul börn komi í grunnbólusetningu. Þar sé árangurinn betri. „Það er erfitt að flokka hvað er mikilvægt og ekki mikilvægt en grunnbólusetning er kannski mikilvægust, það er að segja á fyrsta árinu,“ segir Þórólfur. „Þó að þetta hafi verið að fara svona langt niður í fjögurra ára þá fer þetta aftur vel upp, í 95 prósent fjórtán ára, sem er aftur svona endurbólusetning.“ Þórólfur segir að á þessu tímabili, frá fjögurra ára til fjórtán ára séu börn því ekki nógu vel varin. „Þetta er ekki gott og það þarf að vera betra en við náum ónæminu aftur upp þegar krakkarnir eru orðin eldri,“ segir hann. „Þetta þýðir aftur sem áður að það eru krakkar þarna á þessum aldri, frá fjögurra ára til fjórtán ára, sem eru ekki verulega varin en myndu síðan ná sér aftur á strik þegar þau fá fjórtán ára sprautuna.“Áhersla lögð á þriðju og fjórðu sprautunaÞórólfur segir að þátttaka í tólf mánaða bólusetningu og endurbólusetningu við fjögurra ára séu ekki nógu góð. „Það er ekki gott að þetta detti svona langt niður og það er það sem við höfum verið að tala um, þessi tólf mánaða og fjögurra ára sprauta sem er almennt séð ekki nógu góð,“ segir hann. „Við höfum bent á að líklegasta skýringin er ekki að foreldrarnir vilji ekki bólusetja heldur að það komi eitthvað los; krakkarnir veikir, foreldrarnir gleyma að koma, eða innköllunarkerfið gerir ekki ráð fyrir að það sé afboðað vegna veikinda og hann sé ekki kallaður aftur inn og svoleiðis,“ segir Þórólfur um mögulegar skýringar. Hann nefnir Landlæknisembættið hafi sent nafnalista á heilsugæslustöðvar um þá sem ekki hafa mætt í bólusetningar og að þá komi oft ýmsar skýringar á stöðunni. „Stundum er það þannig að það sé ekki skráð að þau hafi verið bólusett,“ segir hann. „Það er fullt af skýringum á þessu.“ Á Íslandi er bólusett við eftirfarandi sjúkdómum: Barnaveiki (Diphtheria) Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b (Hib) Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps) HPV (Human Papilloma Virus) Kikhósti (Pertussis) Meningókokkar C Mislingar (Morbilli, measles) Mænusótt (Polio) Pneumókokkar Rauðir hundar (Rubella) Stífkrampi (Tetanus) Bólusetningar Tengdar fréttir Penn og Teller tjá sig um bólusetningar barna Penn og Teller kalla ekki allt ömmu sína og eru þekktir fyrir hispurslausar skoðanir sem settar eru upp á skemmtilegan máta. Hérna tjá þeir vinirnir sig um bólusetningar barna. 25. febrúar 2015 14:00 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Hlutfall óbólusettra barna er misjafnt eftir landshlutum og fer það upp í 22 prósent þar sem það er hæst. Þetta kemur fram í skýrslu sóttvarnarlæknis vegna bólusetninga ársins 2013. Skýrslan var birt á síðasta ári og er þar farið yfir þátttöku í almennum bólusetningum barna hér á landi. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Þátttaka í bólusetningum er misjöfn eftir aldri barna en góð þátttaka er í grunnbólusetningu barna, sem talin er einna mikilvægust. Versta þátttakan á Suðurlandi Þátttaka þriggja mánaða barna í bólusetningum er yfirleitt um og yfir 90 prósent og er lægsta hlutfall þátttöku í grunnbólusetningu, sem er við Barnaveiki, stífkrampa, kikhósta, lömunarveiki og Haemofilus influenzae b (DTP, Polio, Hib) í einni spraut, 95 prósent. Það er á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörðum. Önnur mynd kemur upp þegar þátttaka tólf mánaða barna í sömu bólusetningu er skoðuð. Þar er lægsta hlutfall bólusettra 85 prósent á þremur svæðum; Suðurlandi, Suðurnesjum og Vestmannaeyjum. Hlutfallið nær upp í 93 prósent þar sem mest er; á Vesturlandi. Þátttakan er svo enn verri þegar litið er til endurbólusetningu við fjögurra ára aldur en þar er lægsta hlutfall 78 prósent; á Suðurlandi. Þar er hæsta hlutfall 90 prósent; á Norðurlandi og Vesturlandi. Haft uppi á óbólusettum börnum Samkvæmt lögum eru allar bólusetningar skráðar í miðlægan gagnagrunn þannig að hægt sér að fylgjast með þróun bólusetninga í landinu. Reglulega er tekinn saman listi yfir þau börn sem ekki eru bólusett samkvæmt ráðleggingum Landlæknis og haft samband við foreldra eða forráðamenn þeirra og þeim boðin bólusetning. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sunnudag kom fram að til umræðu hafi komið í heilbrigðisráðuneytinu hvort meina eigi óbólusettum börnum að ganga í opinbera skóla hér á landi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það en bólusetningarhlutfall þykir gott hér á landi. „Þróunin hefur ekki verið það hröð eða slakinn. Þvert á móti metur embætti sóttvarnalæknis að við séum í ágætis málum enn,“ sagði Kristján Þór ráðherra sem sagðist tilbúinn að íhuga og ræða allar aðgerðir við sóttvarnarlækni til að Ísland haldi stöðu sinni í bólusetningarmálum. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu.Vísir/Stefán Árangurinn gæti verið betriÞórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að þó hlutfall fjögurra ára í endurbólusetningu ætti að vera hærra sé mikilvægast að þriggja og fimm mánaða gömul börn komi í grunnbólusetningu. Þar sé árangurinn betri. „Það er erfitt að flokka hvað er mikilvægt og ekki mikilvægt en grunnbólusetning er kannski mikilvægust, það er að segja á fyrsta árinu,“ segir Þórólfur. „Þó að þetta hafi verið að fara svona langt niður í fjögurra ára þá fer þetta aftur vel upp, í 95 prósent fjórtán ára, sem er aftur svona endurbólusetning.“ Þórólfur segir að á þessu tímabili, frá fjögurra ára til fjórtán ára séu börn því ekki nógu vel varin. „Þetta er ekki gott og það þarf að vera betra en við náum ónæminu aftur upp þegar krakkarnir eru orðin eldri,“ segir hann. „Þetta þýðir aftur sem áður að það eru krakkar þarna á þessum aldri, frá fjögurra ára til fjórtán ára, sem eru ekki verulega varin en myndu síðan ná sér aftur á strik þegar þau fá fjórtán ára sprautuna.“Áhersla lögð á þriðju og fjórðu sprautunaÞórólfur segir að þátttaka í tólf mánaða bólusetningu og endurbólusetningu við fjögurra ára séu ekki nógu góð. „Það er ekki gott að þetta detti svona langt niður og það er það sem við höfum verið að tala um, þessi tólf mánaða og fjögurra ára sprauta sem er almennt séð ekki nógu góð,“ segir hann. „Við höfum bent á að líklegasta skýringin er ekki að foreldrarnir vilji ekki bólusetja heldur að það komi eitthvað los; krakkarnir veikir, foreldrarnir gleyma að koma, eða innköllunarkerfið gerir ekki ráð fyrir að það sé afboðað vegna veikinda og hann sé ekki kallaður aftur inn og svoleiðis,“ segir Þórólfur um mögulegar skýringar. Hann nefnir Landlæknisembættið hafi sent nafnalista á heilsugæslustöðvar um þá sem ekki hafa mætt í bólusetningar og að þá komi oft ýmsar skýringar á stöðunni. „Stundum er það þannig að það sé ekki skráð að þau hafi verið bólusett,“ segir hann. „Það er fullt af skýringum á þessu.“ Á Íslandi er bólusett við eftirfarandi sjúkdómum: Barnaveiki (Diphtheria) Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b (Hib) Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps) HPV (Human Papilloma Virus) Kikhósti (Pertussis) Meningókokkar C Mislingar (Morbilli, measles) Mænusótt (Polio) Pneumókokkar Rauðir hundar (Rubella) Stífkrampi (Tetanus)
Bólusetningar Tengdar fréttir Penn og Teller tjá sig um bólusetningar barna Penn og Teller kalla ekki allt ömmu sína og eru þekktir fyrir hispurslausar skoðanir sem settar eru upp á skemmtilegan máta. Hérna tjá þeir vinirnir sig um bólusetningar barna. 25. febrúar 2015 14:00 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Penn og Teller tjá sig um bólusetningar barna Penn og Teller kalla ekki allt ömmu sína og eru þekktir fyrir hispurslausar skoðanir sem settar eru upp á skemmtilegan máta. Hérna tjá þeir vinirnir sig um bólusetningar barna. 25. febrúar 2015 14:00
Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36
Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06