Allir Íslendingar verða skráðir í Vantrú Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2015 11:01 Hér má sjá mynd frá árlegu Bingó Vantrú sem haldið er á föstudeginum langa. vísir/anton brink Stjórnarfundur Vantrúar hefur samþykkt ályktun sem túlka má sem háðsádeilu á trúskráningum á Íslandi. Á fundinum var ákveðið að frá og með 1. mars næstkomandi verði allir Íslendingar skráðir í Vantrú, samkvæmt vefsíðu félagsins.Þar segir: „Þú, kæri lesandi, verður því meðlimur í Vantrú, fjölmennasta félagi landsins, nema þú skráir þig sérstaklega úr félaginu. Fólk sem eignast börn eftir mánaðarmótin 1. mars þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra missi af því að verða hluti af þessu lifandi samfélagi, þar sem að við munum skrá börn sjálfkrafa í Vantrú, óháð skráningu foreldra og án vitundar eða samþykkis þeirra. Sem er að sjálfsögðu langbesta leiðin. Og sanngjörn.“ Vantrú er félag trúleysingja sem hefur það helsta markmið, samkvæmt heimasíðu félagsins, að veita mótvægi við boðun hindurvitna og vinna gegn áhrifum þeirra í samfélaginu. Á síðunni segir að ef svo ólíklega vilji til að „þú vilt ekki gerast meðlimur í Vantrú, þá er lítið mál að skrá sig úr Vantrú. Ef þú ert orðinn 18 ára þarft þú einungis að senda tölvupóst með tilkynningu um úrsögn ásamt skönnuðu persónuskilríki á tölvupóstfangið ursognurvantru(at)vantru.is.“ Fram kemur í tilkynningu Vantrúar að ekki sé eins einfalt að skrá sig úr ríkiskirkjunni. „Ýmsir innan Vantrúar mótmæltu þessu fyrirkomulagi, en stjórnin benti þeim réttilega á að í raun væri þetta opinberlega viðurkennd aðferð við skráningu á félagatali á Íslandi. Samskonar aðferð hefur til dæmis verið beitt heillengi í trúfélagsskráningu á Íslandi.“ Rétt er að taka fram að félagið getur ekki upp á sitt einsdæmi skráð alla Íslendinga í Vantrú. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stjórnarfundur Vantrúar hefur samþykkt ályktun sem túlka má sem háðsádeilu á trúskráningum á Íslandi. Á fundinum var ákveðið að frá og með 1. mars næstkomandi verði allir Íslendingar skráðir í Vantrú, samkvæmt vefsíðu félagsins.Þar segir: „Þú, kæri lesandi, verður því meðlimur í Vantrú, fjölmennasta félagi landsins, nema þú skráir þig sérstaklega úr félaginu. Fólk sem eignast börn eftir mánaðarmótin 1. mars þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra missi af því að verða hluti af þessu lifandi samfélagi, þar sem að við munum skrá börn sjálfkrafa í Vantrú, óháð skráningu foreldra og án vitundar eða samþykkis þeirra. Sem er að sjálfsögðu langbesta leiðin. Og sanngjörn.“ Vantrú er félag trúleysingja sem hefur það helsta markmið, samkvæmt heimasíðu félagsins, að veita mótvægi við boðun hindurvitna og vinna gegn áhrifum þeirra í samfélaginu. Á síðunni segir að ef svo ólíklega vilji til að „þú vilt ekki gerast meðlimur í Vantrú, þá er lítið mál að skrá sig úr Vantrú. Ef þú ert orðinn 18 ára þarft þú einungis að senda tölvupóst með tilkynningu um úrsögn ásamt skönnuðu persónuskilríki á tölvupóstfangið ursognurvantru(at)vantru.is.“ Fram kemur í tilkynningu Vantrúar að ekki sé eins einfalt að skrá sig úr ríkiskirkjunni. „Ýmsir innan Vantrúar mótmæltu þessu fyrirkomulagi, en stjórnin benti þeim réttilega á að í raun væri þetta opinberlega viðurkennd aðferð við skráningu á félagatali á Íslandi. Samskonar aðferð hefur til dæmis verið beitt heillengi í trúfélagsskráningu á Íslandi.“ Rétt er að taka fram að félagið getur ekki upp á sitt einsdæmi skráð alla Íslendinga í Vantrú.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira