Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. febrúar 2015 19:06 Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. Hann segir að rætt hafi verið um að krefjast þess að börn séu bólusett til að þau geti gengið í skóla hér á landi. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. „Við höfum áhyggjur af því ef það fer að slakna á þessu,“ segir Kristján Þór. „Við Íslendingar stöndum okkur mjög vel í samanburði við aðrar þjóðir í bólusetningum en við verðum að sjálfsögðu að vera reiðubúin til þess að grípa þá til einhverra aðgerða og inn í þá þróun ef við förum að slaka eitthvað meira á en þetta. Að mati embætti sóttvarnalæknis þá er ekki ástæða til þess á þessari stundu en við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þessu.“Sjá einnig: Vill ekki bólusetja börnin sín Dæmi eru um það, til að mynda í Bandaríkjunum, að þess sé krafist að börn séu bólusett gegn ákveðnum sjúkdómum til að þau megi ganga í opinbera skóla. Foreldrar þurfa þá oft að framvísa bólusetningarskírteinum svo hægt sé að skrá börnin í skóla. Kristján Þór segir að rætt hafi verið hvort að hægt sé að fara slíka leið á leikskólum hér á landi ef börnum sem eru bólusett heldur áfram að fækka. „Við höfum rætt það en það hefur í sjálfu sér ekkert náð lengra,“ segir hann. „Það er ein af þeim leiðum sem hefur komið upp til umræðu en á þessu stigi tel ég ekki vera ástæðu til slíkra inngripa. Þróunin hefur ekki verið það hröð eða slakinn. Þvert á móti metur embætti sóttvarnalæknis að við séum í ágætis málum enn. En að sjálfsögðu er ég reiðubúinn ef að á þarf að reyna að íhuga og ræða þá við embætti sóttvarnalæknis allar þær aðgerðir sem þarf til svo Íslendingar haldi stöðu sinni í þessum efnum.“ Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. Hann segir að rætt hafi verið um að krefjast þess að börn séu bólusett til að þau geti gengið í skóla hér á landi. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. „Við höfum áhyggjur af því ef það fer að slakna á þessu,“ segir Kristján Þór. „Við Íslendingar stöndum okkur mjög vel í samanburði við aðrar þjóðir í bólusetningum en við verðum að sjálfsögðu að vera reiðubúin til þess að grípa þá til einhverra aðgerða og inn í þá þróun ef við förum að slaka eitthvað meira á en þetta. Að mati embætti sóttvarnalæknis þá er ekki ástæða til þess á þessari stundu en við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þessu.“Sjá einnig: Vill ekki bólusetja börnin sín Dæmi eru um það, til að mynda í Bandaríkjunum, að þess sé krafist að börn séu bólusett gegn ákveðnum sjúkdómum til að þau megi ganga í opinbera skóla. Foreldrar þurfa þá oft að framvísa bólusetningarskírteinum svo hægt sé að skrá börnin í skóla. Kristján Þór segir að rætt hafi verið hvort að hægt sé að fara slíka leið á leikskólum hér á landi ef börnum sem eru bólusett heldur áfram að fækka. „Við höfum rætt það en það hefur í sjálfu sér ekkert náð lengra,“ segir hann. „Það er ein af þeim leiðum sem hefur komið upp til umræðu en á þessu stigi tel ég ekki vera ástæðu til slíkra inngripa. Þróunin hefur ekki verið það hröð eða slakinn. Þvert á móti metur embætti sóttvarnalæknis að við séum í ágætis málum enn. En að sjálfsögðu er ég reiðubúinn ef að á þarf að reyna að íhuga og ræða þá við embætti sóttvarnalæknis allar þær aðgerðir sem þarf til svo Íslendingar haldi stöðu sinni í þessum efnum.“
Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15
Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43
Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36