Körfubolti

Finnur: Ólíklegt að Pavel verði með í 8-liða úrslitunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari deildarmeistara KR, segir ólíklegt að Pavel Ermolinskij verði með í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en leikstjórnandinn meiddist í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni.

„Ég verð sáttur ef hann spilar eitthvað í fyrstu umferðinni,“ sagði Finnur í samtali við Stefán Árna Pálsson, blaðamann Vísis, eftir stórsigur KR-inga á Þór frá Þorlákshöfn í kvöld.

„Það eru meiri líkur en minni að hann missi af fyrstu umferðinni.“

Þrátt fyrir meiðsli Pavels hefur Finnur trú á sínu liði.

„Ef liðið heldur áfram að bæta sig, eins og það hefur gert leik frá leik, þá megum við kannski aðeins meira við því að vera án hans.

„En við söknum hans mikið og hlökkum til að fá hann í slaginn,“ sagði Finnur en KR-ingar tóku við deildarmeistaratitlinum eftir leikinn í kvöld.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik

Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur.

Pavel nær úrslitakeppninni | Rifan í lærinu fundin

Pavel Ermolinskij mun ekki vera með KR-liðinu í þremur síðustu leikjum liðsins í Dominos-deildinni samkvæmt frétt á heimasíðu KR en þar kemur einnig fram að að hann ætti að geta spilað með KR-liðinu í úrslitakeppninni.

Bikar-Shouse sá aftur um KR í úrslitaleiknum

Stjarnan endurtók leikinn frá 2009 og vann firnasterkt lið KR í úrsiltum Powerade-bikars karla í körfubolta. Justin Shouse leiddi sína menn til sigurs og var kjörinn besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×