FCK sigur í Kaupmannahafnarslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2015 16:07 Rúrik í leik með FCK. Vísir/Getty FCK vann Bröndby í mesta grannaslagnum í danska fótboltanum. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum sem er einn sá sögufrægasti á Norðurlöndunum. FCK byrjaði leikinn afar vel og Ludwig Augustinsson þrumaði boltanum í stöngina úr aukaspyrnu þegar rúm ein mínúta var liðin af leiknum. Stemningin var mögnuð á vellinum. Heimamenn voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu betri færi. Hægt og rólega komust gestirnir inn í leikinn og Stephen Andersen varði meðal annars vel. Rúrik Gíslason gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann var togaður niður, en Jakob Kehlet, dómara leiksins, lét sér fátt um finnast. Daniel Agger, fyrrum leikmaður Liverpool, þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik. Agger virtist vera veikur og fór sárþjáður af velli. Staðan virtist ætla vera jöfn í hálfleik, en Daniel Amartey var ekki á sama máli. Hann skoraði með þrumufleyg tveimur mínútum fyrir hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik. Jose Ariel Nunez jafnaði metinn fyrir Bröndby á 47. mínútu. Flott sókn hjá Bröndby endaði með fyrirgjöf þar sem boltinn endaði hjá Jose Ariel Nunez sem jafnaði metin. Heimamenn voru þó ekki lengi að ná forystunni aftur. Fimm mínútum síðar fengu þeir hornspyrnu sem Ludwig Augustinsson tók. Nicolai Jörgensen stangaði boltann í netið og staðan 2-1 fyrir FCK. Rúrik Gíslasyni var skipt af velli eftir 69. mínútna leik, en Rúrik var duglegur á kantinum og skilaði fínu dagsverki. Sex mínútum síðar var Hólmberti Friðjónssyni skipt inn í fremstu víglínu Bröndby. Bröndby-menn gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna metin, en fyrirliðinn Thomas Delaney gerði út um leikinn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 sigur FCK sem er í öðru sætinu, sjö stigum á eftir Midtjylland. Bröndby í fimmta sæti. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
FCK vann Bröndby í mesta grannaslagnum í danska fótboltanum. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum sem er einn sá sögufrægasti á Norðurlöndunum. FCK byrjaði leikinn afar vel og Ludwig Augustinsson þrumaði boltanum í stöngina úr aukaspyrnu þegar rúm ein mínúta var liðin af leiknum. Stemningin var mögnuð á vellinum. Heimamenn voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu betri færi. Hægt og rólega komust gestirnir inn í leikinn og Stephen Andersen varði meðal annars vel. Rúrik Gíslason gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann var togaður niður, en Jakob Kehlet, dómara leiksins, lét sér fátt um finnast. Daniel Agger, fyrrum leikmaður Liverpool, þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik. Agger virtist vera veikur og fór sárþjáður af velli. Staðan virtist ætla vera jöfn í hálfleik, en Daniel Amartey var ekki á sama máli. Hann skoraði með þrumufleyg tveimur mínútum fyrir hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik. Jose Ariel Nunez jafnaði metinn fyrir Bröndby á 47. mínútu. Flott sókn hjá Bröndby endaði með fyrirgjöf þar sem boltinn endaði hjá Jose Ariel Nunez sem jafnaði metin. Heimamenn voru þó ekki lengi að ná forystunni aftur. Fimm mínútum síðar fengu þeir hornspyrnu sem Ludwig Augustinsson tók. Nicolai Jörgensen stangaði boltann í netið og staðan 2-1 fyrir FCK. Rúrik Gíslasyni var skipt af velli eftir 69. mínútna leik, en Rúrik var duglegur á kantinum og skilaði fínu dagsverki. Sex mínútum síðar var Hólmberti Friðjónssyni skipt inn í fremstu víglínu Bröndby. Bröndby-menn gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna metin, en fyrirliðinn Thomas Delaney gerði út um leikinn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 sigur FCK sem er í öðru sætinu, sjö stigum á eftir Midtjylland. Bröndby í fimmta sæti.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira