Lífið

Eurovision: Sigurvegarinn í Þýskalandi afsalaði sér titlinum

Atli Ísleifsson skrifar
Andreas Kümmert hlaut flest atkvæði en tilkynnti að honum þætti að Ann Sophie sem lenti í öðru sæti keppninnar ætti að koma fram fyrir hönd Þýskalands.
Andreas Kümmert hlaut flest atkvæði en tilkynnti að honum þætti að Ann Sophie sem lenti í öðru sæti keppninnar ætti að koma fram fyrir hönd Þýskalands.
Söngkonan Ann Sophie mun verða fulltrúi Þjóðverja í lokakeppni Eurovision í Vínarborg í maí, þrátt fyrir að hafa lent í öðru sæti þýsku undankeppninnar sem fram fór í gærkvöldi.

Sigurvegari keppninnar sagðist ekki reiðubúinn að koma fram á „stóra sviðinu“ og afsalaði sér sigrinum.

Áhorfendur brugðust margir ókvæða við og lýstu yfir óánægju með að réttmætur sigurvegari hafi afsalað sér titlinum með því að baula.

Andreas Kümmert hlaut flest atkvæði en tilkynnti að honum þætti að Ann Sophie sem lenti í öðru sæti keppninnar ætti að koma fram fyrir hönd Þýskalands. Kümmert þætti málið miður en sagðist einfaldlega ekki reiðubúinn að vera fulltrúi Þjóðverja.

Því er ljóst að lagið Black Smoke í flutningi Ann-Sophie verður framlag Þjóðverja. Átta lög öttu kappi í þýsku undankeppninni í gærkvöldi.

Kümmert er 28 ára og er best þekktur fyrir að hafa unnið þriðju þáttaröðina af The Voice of Germany.

Myndband af þessu ótrúlega atviki má sjá að neðan. Ann-Sophie flytur lagið Black Smoke eftir að hafa verið tilkynnt að hún kæmi fram fyrir hönd Þjóðverja. Heart of Stone með Andreas Kümmert.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×