Sigmundur Davíð um goslokin: „Við náttúruógn þjappar þjóðin sér saman“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2015 10:21 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/stefán Eldgosinu í Holuhrauni er nú lokið, eftir að hafa staðið í 180 daga. Í tilefni af goslokunum hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ritað grein, þar sem hann þakkar þeim fyrir sem stóðu vaktina frá því í ágúst í fyrra. Í greininni segir forsætisráðherra að barátta þjóðarinnar við náttúruöflin eigi sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Baráttan hafi mótað þjóðarsálina þannig, að þjóðin þjappi sér saman þegar hætta steðjar að og og allir leggist á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins. „Barátta þjóðarinnar við náttúruöflin á sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Náttúruváin hefur í gegnum aldirnar birst í ýmsum myndum og ekki síst í formi eldsumbrota. Baráttan hefur mótað þjóðarsálina þannig, að við náttúruógn þjappar þjóðin sér saman og allir leggjast á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins,“ segir Sigmundur í grein sinni sem birtist á vef ráðuneytisins. Þar kemur einnig fram að á þeim grunni hafi skapast mikil þekking og á undanförnum áratugum viðbragðskerfi sem taki mið af aðstæðum hverju sinni. „Eldgosinu í Holuhrauni lauk um helgina. Gosið stóð yfir í 180 daga og samkvæmt upplýsingum frá vísindamönnum var það eitt hið stærsta í sögunni. Eftir stendur um 85 ferkílómetra hraunbreiða á svæðinu norðan Vatnajökuls og reynsla sem nýtast mun í almannavarna- og vísindastarfi um ókomin ár. Ótal margir lögðu hönd á plógvið að tryggja öryggi samborgaranna með frábærum árangri. Engin alvarleg óhöpp urðu í tengslum við þetta stóra eldgos og mannskaði varð enginn. Sannarlega olli gasmengun verulegum óþægindum sums staðar og rétt er að hafa í huga að þótt eldgosinu sé lokið má enn búast við hættulegri gasmengun á umbrotasvæðinu. Vel verður fylgst með því.“ Sigmundur segir að almannavarnakerfi Íslendinga sé öflugt. Innan þess vinni sérfræðingar á ýmsum sviðum þétt saman, samhæfa aðgerðir og njóta stuðnings fólks um allt land „Sjálfboðaliðar leggja á sig ómælda vinnu við að tryggja öryggi samborgaranna og ganga í öll nauðsynleg störf til að verja samfélagið. Það má í raun segja að kerfið endurspegli margt af því besta við þjóðareinkenni sem mótast hafa með náttúrunni á síðustu 1100 árum.“ Forsætisráðherrann vill við goslok þakka öllum sem stóðu vaktina fyrir frábært starf. „Björgunarsveitarfólki fyrir vöktun á svæðinu, almannavarnarnefndum, vísindamönnum og sérfræðingum fyrir faglega vinnu og fjölmiðlum fyrir vandaðan fréttaflutning, svo nokkrir séu nefndir. Þá eiga íbúar á svæðum sem næst standa Holuhrauni mikið hrós skilið fyrir yfirvegun og æðruleysi við krefjandi aðstæður.Vísindamenn telja líklegt að eldgosið í Holuhrauni marki upphaf tímabils umbrota á svæðinu. Þeir ásamt öðrum úr hópi okkar færasta fólks munu fylgjast ítarlega með og eru við öllu búnir. Enginn veit þó fyrir víst hvað verður en Íslendingar hafa sýnt að þeir kunna að bregðast hratt og faglega við í samræmi við aðstæður. Það er traustvekjandi.“ Bárðarbunga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Eldgosinu í Holuhrauni er nú lokið, eftir að hafa staðið í 180 daga. Í tilefni af goslokunum hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ritað grein, þar sem hann þakkar þeim fyrir sem stóðu vaktina frá því í ágúst í fyrra. Í greininni segir forsætisráðherra að barátta þjóðarinnar við náttúruöflin eigi sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Baráttan hafi mótað þjóðarsálina þannig, að þjóðin þjappi sér saman þegar hætta steðjar að og og allir leggist á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins. „Barátta þjóðarinnar við náttúruöflin á sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Náttúruváin hefur í gegnum aldirnar birst í ýmsum myndum og ekki síst í formi eldsumbrota. Baráttan hefur mótað þjóðarsálina þannig, að við náttúruógn þjappar þjóðin sér saman og allir leggjast á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins,“ segir Sigmundur í grein sinni sem birtist á vef ráðuneytisins. Þar kemur einnig fram að á þeim grunni hafi skapast mikil þekking og á undanförnum áratugum viðbragðskerfi sem taki mið af aðstæðum hverju sinni. „Eldgosinu í Holuhrauni lauk um helgina. Gosið stóð yfir í 180 daga og samkvæmt upplýsingum frá vísindamönnum var það eitt hið stærsta í sögunni. Eftir stendur um 85 ferkílómetra hraunbreiða á svæðinu norðan Vatnajökuls og reynsla sem nýtast mun í almannavarna- og vísindastarfi um ókomin ár. Ótal margir lögðu hönd á plógvið að tryggja öryggi samborgaranna með frábærum árangri. Engin alvarleg óhöpp urðu í tengslum við þetta stóra eldgos og mannskaði varð enginn. Sannarlega olli gasmengun verulegum óþægindum sums staðar og rétt er að hafa í huga að þótt eldgosinu sé lokið má enn búast við hættulegri gasmengun á umbrotasvæðinu. Vel verður fylgst með því.“ Sigmundur segir að almannavarnakerfi Íslendinga sé öflugt. Innan þess vinni sérfræðingar á ýmsum sviðum þétt saman, samhæfa aðgerðir og njóta stuðnings fólks um allt land „Sjálfboðaliðar leggja á sig ómælda vinnu við að tryggja öryggi samborgaranna og ganga í öll nauðsynleg störf til að verja samfélagið. Það má í raun segja að kerfið endurspegli margt af því besta við þjóðareinkenni sem mótast hafa með náttúrunni á síðustu 1100 árum.“ Forsætisráðherrann vill við goslok þakka öllum sem stóðu vaktina fyrir frábært starf. „Björgunarsveitarfólki fyrir vöktun á svæðinu, almannavarnarnefndum, vísindamönnum og sérfræðingum fyrir faglega vinnu og fjölmiðlum fyrir vandaðan fréttaflutning, svo nokkrir séu nefndir. Þá eiga íbúar á svæðum sem næst standa Holuhrauni mikið hrós skilið fyrir yfirvegun og æðruleysi við krefjandi aðstæður.Vísindamenn telja líklegt að eldgosið í Holuhrauni marki upphaf tímabils umbrota á svæðinu. Þeir ásamt öðrum úr hópi okkar færasta fólks munu fylgjast ítarlega með og eru við öllu búnir. Enginn veit þó fyrir víst hvað verður en Íslendingar hafa sýnt að þeir kunna að bregðast hratt og faglega við í samræmi við aðstæður. Það er traustvekjandi.“
Bárðarbunga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira