Ferðamenn ráfa um og týnast á Þingvöllum Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. mars 2015 15:48 Gríðarlega mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli á degi hverjum. mynd/berglind sigmundsdóttir Starfsmenn þjóðgarðsins á Þingvöllum eru í önnum við að leita uppi ferðamenn sem ekki skila sér í hópferðarútur sínar. Tvívegis hefur þurft að kalla út björgunarsveitir en í bæði skiptin höfðu ferðamennirnir villst og farið upp í rangar rútur. Eftir nokkurra klukkustunda leit fundust þeir á hótelum sínum. Einar Sæmundsen, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, segir að unnið sé að vegvísum í þjóðgarðinum sem eigi að vera tilbúnir í vor. Ferðaþjónustuaðilar þurfi þó jafnframt að skerpa á samskiptum sínum við ferðamennina annars vegar og þjóðgarðinn hins vegar. Nær daglega þurfi að leita að fólki á svæðinu.Einar segist hafa áhyggjur af öryggi ferðamanna. „Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið.“Ferðamenn hreinlega skildir eftir „Það er ýmislegt sem spilar þarna inn í. Stundum eru rútur á vitlausum stað eða fólk villist. Svo hefur það gerst að ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl, en við höfum verið í samskiptum við ferðaþjónustuna vegna þessa,“ segir Einar og heldur áfram að lýsa hremmingum erlendra ferðamanna: „Síðan er það líka það að fólk gleymir sér, misskilur leiðsögumennina eða skilur þá ekki eða jafnvel áttar sig ekki nógu vel á aðstæðum. Fer á vitlaust bílastæði, skilja ekki fyrirmæli, hafa ekki heyrt þau eða einhverjir tungumálaörðugleikar.“„Ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl.“Aldrei eins margir villst Einar segir að aldrei hafi eins margir orðið vegvilltir í garðinum og nú en að það haldist í hendur við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu. Ákveðið verklagsferli fer af stað þegar ferðamenn týnast en að í lang flestum tilfellum leysist málin á staðnum. Hann segist þó hafa áhyggjur af öryggi gestanna og upplifun þeirra. „Það hefur auðvitað óhagræði í för með sér fyrir ferðaþjónustuna ef þeir tefjast. En maður hefur áhyggjur af þessu í þessari vetrarferðaþjónustu. Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Starfsmenn þjóðgarðsins á Þingvöllum eru í önnum við að leita uppi ferðamenn sem ekki skila sér í hópferðarútur sínar. Tvívegis hefur þurft að kalla út björgunarsveitir en í bæði skiptin höfðu ferðamennirnir villst og farið upp í rangar rútur. Eftir nokkurra klukkustunda leit fundust þeir á hótelum sínum. Einar Sæmundsen, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, segir að unnið sé að vegvísum í þjóðgarðinum sem eigi að vera tilbúnir í vor. Ferðaþjónustuaðilar þurfi þó jafnframt að skerpa á samskiptum sínum við ferðamennina annars vegar og þjóðgarðinn hins vegar. Nær daglega þurfi að leita að fólki á svæðinu.Einar segist hafa áhyggjur af öryggi ferðamanna. „Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið.“Ferðamenn hreinlega skildir eftir „Það er ýmislegt sem spilar þarna inn í. Stundum eru rútur á vitlausum stað eða fólk villist. Svo hefur það gerst að ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl, en við höfum verið í samskiptum við ferðaþjónustuna vegna þessa,“ segir Einar og heldur áfram að lýsa hremmingum erlendra ferðamanna: „Síðan er það líka það að fólk gleymir sér, misskilur leiðsögumennina eða skilur þá ekki eða jafnvel áttar sig ekki nógu vel á aðstæðum. Fer á vitlaust bílastæði, skilja ekki fyrirmæli, hafa ekki heyrt þau eða einhverjir tungumálaörðugleikar.“„Ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl.“Aldrei eins margir villst Einar segir að aldrei hafi eins margir orðið vegvilltir í garðinum og nú en að það haldist í hendur við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu. Ákveðið verklagsferli fer af stað þegar ferðamenn týnast en að í lang flestum tilfellum leysist málin á staðnum. Hann segist þó hafa áhyggjur af öryggi gestanna og upplifun þeirra. „Það hefur auðvitað óhagræði í för með sér fyrir ferðaþjónustuna ef þeir tefjast. En maður hefur áhyggjur af þessu í þessari vetrarferðaþjónustu. Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43
Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent