ASÍ segir utanríkisráðherra hafa hunsað leikreglurnar Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2015 15:32 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Miðstjórn Alþjóðusambands Íslands segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa með einbeittum ásetningi sínum að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB hafa hunsað leikreglurnar. „[H]ann hunsaði sjálft Alþingi Íslendinga sem hóf þessa vegferð á sínum tíma. Ráðherrann og ríkisstjórnin hunsa líka vilja meirihluta þjóðarinnar sem vill ljúka viðræðum og fá að kjósa um aðildarsamning,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. „Frá árinu 2008 hafa ársfundir og þing Alþýðusamband Íslands ítrekað ályktað um Evrópumál. Í þeim ályktunum hefur meginstefið verið að aðildarviðræðum verði lokið og aðildarsamningur lagður í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi ríkisstjórn komst m.a. til valda vegna loforða fyrir kosningarnar 2013 um að þjóðin yrði spurð hvort halda ætti aðildarviðræðum við ESB áfram. Það loforð var svikið. Utanríkisráðherra reyndi að ýta málinu út af borðinu í febrúar í fyrra þegar hann setti fram þingsályktunartillögu um að viðræðum yrði slitið en uppskar ekki annað en reiðiöldu og mótmæli í samfélaginu, m.a. miðstjórnar ASÍ sem sendi frá sér harðorðaða ályktun af þessu tilefni. Nýjasta útspil utanríkisráðherrans í samskiptum við Evrópusambandið er með slíkum ólíkindum að undrun sætir. Í þeim einbeitta ásetningi sínum að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB hunsaði hann leikreglurnar, hann hunsaði sjálft Alþingi Íslendinga sem hóf þessa vegferð á sínum tíma. Ráðherrann og ríkisstjórnin hunsa líka vilja meirihluta þjóðarinnar sem vill ljúka viðræðum og fá að kjósa um aðildarsamning. Þetta er svo risavaxið álitamál um framtíðarmöguleika okkar þjóðar, að það hlýtur að vera réttmæt krafa að þjóðin sjálf fái að segja sitt álit. Það hlýtur einnig að vera lágmarkskrafa til ráðherra í ríkisstjórn að þeir standi við loforð sem þeir marg endurtóku fyrir kosningar. Við hvað er ríkisstjórnin hrædd? Leyfið fólkinu að segja sitt álit á því hvort aðildarviðræðum við ESB verði framhaldið með þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir í ályktuninni. Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Ný ríkisstjórn geti haldið áfram viðræðum. 17. mars 2015 19:48 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Miðstjórn Alþjóðusambands Íslands segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa með einbeittum ásetningi sínum að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB hafa hunsað leikreglurnar. „[H]ann hunsaði sjálft Alþingi Íslendinga sem hóf þessa vegferð á sínum tíma. Ráðherrann og ríkisstjórnin hunsa líka vilja meirihluta þjóðarinnar sem vill ljúka viðræðum og fá að kjósa um aðildarsamning,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. „Frá árinu 2008 hafa ársfundir og þing Alþýðusamband Íslands ítrekað ályktað um Evrópumál. Í þeim ályktunum hefur meginstefið verið að aðildarviðræðum verði lokið og aðildarsamningur lagður í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi ríkisstjórn komst m.a. til valda vegna loforða fyrir kosningarnar 2013 um að þjóðin yrði spurð hvort halda ætti aðildarviðræðum við ESB áfram. Það loforð var svikið. Utanríkisráðherra reyndi að ýta málinu út af borðinu í febrúar í fyrra þegar hann setti fram þingsályktunartillögu um að viðræðum yrði slitið en uppskar ekki annað en reiðiöldu og mótmæli í samfélaginu, m.a. miðstjórnar ASÍ sem sendi frá sér harðorðaða ályktun af þessu tilefni. Nýjasta útspil utanríkisráðherrans í samskiptum við Evrópusambandið er með slíkum ólíkindum að undrun sætir. Í þeim einbeitta ásetningi sínum að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB hunsaði hann leikreglurnar, hann hunsaði sjálft Alþingi Íslendinga sem hóf þessa vegferð á sínum tíma. Ráðherrann og ríkisstjórnin hunsa líka vilja meirihluta þjóðarinnar sem vill ljúka viðræðum og fá að kjósa um aðildarsamning. Þetta er svo risavaxið álitamál um framtíðarmöguleika okkar þjóðar, að það hlýtur að vera réttmæt krafa að þjóðin sjálf fái að segja sitt álit. Það hlýtur einnig að vera lágmarkskrafa til ráðherra í ríkisstjórn að þeir standi við loforð sem þeir marg endurtóku fyrir kosningar. Við hvað er ríkisstjórnin hrædd? Leyfið fólkinu að segja sitt álit á því hvort aðildarviðræðum við ESB verði framhaldið með þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir í ályktuninni.
Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Ný ríkisstjórn geti haldið áfram viðræðum. 17. mars 2015 19:48 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39
Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Ný ríkisstjórn geti haldið áfram viðræðum. 17. mars 2015 19:48
Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15
Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15