Innlent

Hálka víða um landið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir þó er snjóþekja á fjallvegum.
Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir þó er snjóþekja á fjallvegum. Vísir/Stefán
Hálkublettir og éljagangur eru á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þar segir einnig að hálka sé á Sandskeiði, í Þrengslum og á Hellisheiði. Hálka eða hálkublettir sé einnig mjög víða á öðrum leiðum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir þó er snjóþekja á fjallvegum. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á Vestfjörðum en þæfingsfærð á Steingrímsfjarðarheiði.

Vegir eru að mestu auðir á Norður- og Austurlandi en hálka á Öxnadalsheiði og hálkublettir á Oddskarði, Fjarðarheiði og Vatnskarði eystra. Hálka og éljagangur er í Eldhrauni.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Suðlæg eða breytileg átt, vindur þrír til fimm metrar á sekúndu. Bjart á köflum og stöku skúrir eða él, en úrkomulítið norðan lands. Norðan 3-10 metrar á sekúndu og slydda eða snjókoma austan til eftir hádegi. Styttir upp í nótt og víða bjart á morgun, en vaxandi suðaustanátt eftir hádegi og þykknar upp með snjókomu, slyddu eða rigningu sunnan og vestanlands. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×