Hyggjast setja sjálfstýrðan fljúgandi bíl á markað ingvar haraldsson skrifar 16. mars 2015 12:31 Hægt er að fella vængi flugvélarinnar aftur og aka þeim um hefðbundna vegi. mynd/aeromobil Tæknifyrirtækið AeroMobil vinnur nú að því að framleiða bifreið sem hægt er að fljúga. Stefnt er að því að farartækið komi út árið 2017. Juraj Vaculik, forstjóri AeroMobil, segir að bifreiðin fljúgandi verði eins og „Ferrari með vængi.“ Í kjölfarið hyggst fyrirtækið vinna að hönnun sjálfstýrðar fljúgandi bifreiðar. „Við þurfum aðra byltingu, byltingu í ferðahögun einstaklinga,“ sagði Vaculik á ráðstefnu í Austin í Texas um helgina. Vaculik segir tæknin fyrir sjálfstýrðar flugvélar vera til staðar. Vandinn elist í að færa hana yfir á bifreiðar. „Það eru þegar til kerfi sem lenda og taka á loft sjálfvirkt. Það er hægt að láta þessi kerfi vinna saman“, segir Vaculik í samtali við vefmiðilin Mashable.Fyrirtækið hefur unnið að útgáfu fljúgandi bíla um nokkurn tíma. Nýjasta frumgerð AeroMobil er sögð geta tekið af stað og lent á grasi og á flugbrautum. Hins vegar gæti verið talsvert flókið fyrir Aeromobil að koma bílnum í almenna sölu líkt og bent er á í frétt The Verge. Vaculik telur að í framtíðinni muni flugbílar geti tekið af stað á grasblettum við hraðbrautir og bensínstöðvar. Til þess þarf þó að sannfæra yfirvöld á hverjum stað að koma upp slíkri aðstöðu og að farartækin brjóti ekki bága við reglugerðir. Þá þyrftu ökumenn bifreiðanna þyrftu einnig að vera lærðir flugmenn. Ekki er búið að gefa út hvað farartækið eigi að kosta nákvæmlega en Vaculik telur að það muni kosta nokkur hundruð þúsund evrur. Umreiknað í íslenskar krónur mun hver flugbíll því kosta tugi milljóna. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tæknifyrirtækið AeroMobil vinnur nú að því að framleiða bifreið sem hægt er að fljúga. Stefnt er að því að farartækið komi út árið 2017. Juraj Vaculik, forstjóri AeroMobil, segir að bifreiðin fljúgandi verði eins og „Ferrari með vængi.“ Í kjölfarið hyggst fyrirtækið vinna að hönnun sjálfstýrðar fljúgandi bifreiðar. „Við þurfum aðra byltingu, byltingu í ferðahögun einstaklinga,“ sagði Vaculik á ráðstefnu í Austin í Texas um helgina. Vaculik segir tæknin fyrir sjálfstýrðar flugvélar vera til staðar. Vandinn elist í að færa hana yfir á bifreiðar. „Það eru þegar til kerfi sem lenda og taka á loft sjálfvirkt. Það er hægt að láta þessi kerfi vinna saman“, segir Vaculik í samtali við vefmiðilin Mashable.Fyrirtækið hefur unnið að útgáfu fljúgandi bíla um nokkurn tíma. Nýjasta frumgerð AeroMobil er sögð geta tekið af stað og lent á grasi og á flugbrautum. Hins vegar gæti verið talsvert flókið fyrir Aeromobil að koma bílnum í almenna sölu líkt og bent er á í frétt The Verge. Vaculik telur að í framtíðinni muni flugbílar geti tekið af stað á grasblettum við hraðbrautir og bensínstöðvar. Til þess þarf þó að sannfæra yfirvöld á hverjum stað að koma upp slíkri aðstöðu og að farartækin brjóti ekki bága við reglugerðir. Þá þyrftu ökumenn bifreiðanna þyrftu einnig að vera lærðir flugmenn. Ekki er búið að gefa út hvað farartækið eigi að kosta nákvæmlega en Vaculik telur að það muni kosta nokkur hundruð þúsund evrur. Umreiknað í íslenskar krónur mun hver flugbíll því kosta tugi milljóna.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira