Facebook leyfir meiri nekt en áður ingvar haraldsson skrifar 16. mars 2015 09:30 Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir að banna deilingu af ljósmynd af málverkinu „Uppspretta heimsins“ sem franski málarinn Gustave Courbet málaði árið 1866. vísir/afp Facebook hyggst heimila notendum sínum að dreifa meiri nekt á samskiptamiðlinum en áður. The Verge greinir frá. Facebook var gagnrýnt fyrr í þessum mánuði fyrir að loka á deilingu fransks kennara af málverkinu „Uppspretta heimsins“ eftir málarann Gustave Courbet sem er af píku. Kennarinn kærði bannið sem verður tekið fyrir hjá frönskum dómstólum í maí.Sjá einnig: Sögufræg píka veldur usla á Facebook Facebook hyggst nú leyfa listræna nekt, á borð við ljósmyndir af málverkum, höggmyndum og annarri list sem sýnir nekt samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Monika Bickert, yfirmaður vörustefnu Facebook, segir að vegna þess að Facebook sé alþjóðlegur miðill þurfi reglur Facebook að gilda fyrir allan heiminn. Það hafi í för með sér að notendareglurnar verði „hispurslausari en Facebbok myndi vilja,“ segir Bickert. Leyfa fleiri nöfn og tilvitnanir í hatursáróður Facebook hefur einnig skýrt nafnastefnu sína frekar. Fyrirtækið segist heimila að nota þau nöfn sem fólk notar í daglegu lífi en ekki endilega þau nöfn sem eru á skilríkjum fólks. Fyrirtækið hefur verið talsvert gagnrýnt ytra fyrir að banna nöfn sem Facebook telur ekki raunveruleg. Ameríski frumbygginn Shane Creepingbear var til að mynda settur í Facebook-bann fyrir skömmu vegna þess að nafn hans þótti ekki nógu raunverulegt. Þá hyggst Facebook einnig breytt skilgreiningunni á hatursáróðri til þess að heimila það sem flokkast sem háð, grín eða samfélagsrýni. Þannig eiga notendur Facebook nú að fá að vitna í það sem flokka mætti sem hatursáróður til þess að vekja athygli á ákveðnum málstað. Tengdar fréttir Sögufræg píka veldur usla á Facebook Dómstóll í Frakklandi hefur úrskurðað að hann hafi lögsögu í máli sem franskur kennari hefur höfðað gegn Facebook. 6. mars 2015 13:30 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Facebook hyggst heimila notendum sínum að dreifa meiri nekt á samskiptamiðlinum en áður. The Verge greinir frá. Facebook var gagnrýnt fyrr í þessum mánuði fyrir að loka á deilingu fransks kennara af málverkinu „Uppspretta heimsins“ eftir málarann Gustave Courbet sem er af píku. Kennarinn kærði bannið sem verður tekið fyrir hjá frönskum dómstólum í maí.Sjá einnig: Sögufræg píka veldur usla á Facebook Facebook hyggst nú leyfa listræna nekt, á borð við ljósmyndir af málverkum, höggmyndum og annarri list sem sýnir nekt samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Monika Bickert, yfirmaður vörustefnu Facebook, segir að vegna þess að Facebook sé alþjóðlegur miðill þurfi reglur Facebook að gilda fyrir allan heiminn. Það hafi í för með sér að notendareglurnar verði „hispurslausari en Facebbok myndi vilja,“ segir Bickert. Leyfa fleiri nöfn og tilvitnanir í hatursáróður Facebook hefur einnig skýrt nafnastefnu sína frekar. Fyrirtækið segist heimila að nota þau nöfn sem fólk notar í daglegu lífi en ekki endilega þau nöfn sem eru á skilríkjum fólks. Fyrirtækið hefur verið talsvert gagnrýnt ytra fyrir að banna nöfn sem Facebook telur ekki raunveruleg. Ameríski frumbygginn Shane Creepingbear var til að mynda settur í Facebook-bann fyrir skömmu vegna þess að nafn hans þótti ekki nógu raunverulegt. Þá hyggst Facebook einnig breytt skilgreiningunni á hatursáróðri til þess að heimila það sem flokkast sem háð, grín eða samfélagsrýni. Þannig eiga notendur Facebook nú að fá að vitna í það sem flokka mætti sem hatursáróður til þess að vekja athygli á ákveðnum málstað.
Tengdar fréttir Sögufræg píka veldur usla á Facebook Dómstóll í Frakklandi hefur úrskurðað að hann hafi lögsögu í máli sem franskur kennari hefur höfðað gegn Facebook. 6. mars 2015 13:30 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sögufræg píka veldur usla á Facebook Dómstóll í Frakklandi hefur úrskurðað að hann hafi lögsögu í máli sem franskur kennari hefur höfðað gegn Facebook. 6. mars 2015 13:30