Sport

Sjúkrabíll í Ásgarð: Leikmaður ÍR-inga hneig niður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðrik var fluttur strax á sjúkrahús.
Friðrik var fluttur strax á sjúkrahús. vísir/sáp
Friðrik Hjálmarsson, leikmaður ÍR-ingar, hneig niður rétt eftir að hann var tekinn af velli í leik ÍR og Stjörnunnar í Dominos-deild karla í kvöld.

Töluverð hræðsla greip um sig í Ásgarði þegar atvikið átti sér stað og var strax hringt á sjúkrabíl.

Friðrik var greinilega sárþjáður og átti erfitt með andardrátt. Í samtali við Vísi staðfesti Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, að Friðrik hafi verið að glíma við óeðlilegt hjartaflökt að undanförnu og svipað atviki hafi átt sér stað áður.

Sjá einnig: Umfjöllun: Stjarnan - ÍR 101-88 | Stjarnan endar í fimmta sæti

Samt sem áður hafi þetta tilfelli í kvöld verið sérstaklega slæmt. Viðbrögð starfsmann í Garðabænum voru rétt og kom sjúkrabíll á staðinn innan nokkurra mínúta. 

Hjálmar Sigurþórsson, faðir Friðriks, vill koma fram þökkum til þeirra sem hlúðu að syni hans í kvöld og þá sérstaklega starfsmönnum íþróttahússins í Ásgarði. Hann segir að Friðrik sé á góðum batavegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×