Neville: Leikmenn Chelsea voru sniðugir því Mourinho kann að spila leikinn Tómas Þór Þóraðrson skrifar 12. mars 2015 09:00 José Mourinho gerir allt til að vinna. vísir/getty Jamie Carragher, Graeme Souness og Gary Neville, allt fyrrverandi knattspyrnumenn og núverandi sparkspekingar á Englandi, voru í myndveri Sky Sports í gærkvöldi og fylgdust með leik Chelsea og PSG. Carragher og Souness helltu sér yfir lærisveina Mourino eftir leikinn en Gary Neville kom Chelsea-liðinu til varnar.Sjá einnig:Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið PSG komst áfram eftir 2-2 jafntefli, en það missti þó Zlatan Ibrahimovic af velli með rautt spjald sem var glórulaus dómur. Leikmenn Chelsea umkringdu dómarann þegar Zlatan fór í tæklingu á móti Oscari og það fannst Carragher verða til þess að Svíinn fauk út af. Zlatan fær rautt: „Viðbrögð leikmanna Chelsea eru skammarleg. Þetta gera lið José Mourinho. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Carragher og Souness tók undir orð miðvarðarins. „Þegar Jamie var að spila vildu menn ekkert sýna andstæðingnum að þeir væru meiddir. Í dag hefur þetta snúist á hvolf. Ef einhver rétt kemur við þig hendirðu þér niður til að koma þeim brotlega í vandræði. Þetta er ömurlegt,“ sagði Souness. Carragher bætti svo við: „Lið sem José Mourinho stýrir verða alltaf virt en aldrei elskuð vegna atvika eins og þessa.“ Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var þó ekki alveg sammála Souness og Carragher. Honum fannst Chelsea bara vera að spila leikinn. „Þetta er bara lið sem er sniðugt. Fólk sem er að horfa heima vill kannski ekki heyra þetta en ef PSG hefði gert sama hlut værum við að kalla leikmenn þess sniðuga. Chelsea var bara að spila leikinn. Það er það sem þarf til í Evrópukeppnum,“ sagði Neville. „Ég er ánægður þegar enska liðið er það sniðuga en ekki mótherjinn. Þetta kemur frá Mourinho. Hann kann að spila leikinn,“ sagði Gary Neville. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30 Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Jamie Carragher, Graeme Souness og Gary Neville, allt fyrrverandi knattspyrnumenn og núverandi sparkspekingar á Englandi, voru í myndveri Sky Sports í gærkvöldi og fylgdust með leik Chelsea og PSG. Carragher og Souness helltu sér yfir lærisveina Mourino eftir leikinn en Gary Neville kom Chelsea-liðinu til varnar.Sjá einnig:Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið PSG komst áfram eftir 2-2 jafntefli, en það missti þó Zlatan Ibrahimovic af velli með rautt spjald sem var glórulaus dómur. Leikmenn Chelsea umkringdu dómarann þegar Zlatan fór í tæklingu á móti Oscari og það fannst Carragher verða til þess að Svíinn fauk út af. Zlatan fær rautt: „Viðbrögð leikmanna Chelsea eru skammarleg. Þetta gera lið José Mourinho. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Carragher og Souness tók undir orð miðvarðarins. „Þegar Jamie var að spila vildu menn ekkert sýna andstæðingnum að þeir væru meiddir. Í dag hefur þetta snúist á hvolf. Ef einhver rétt kemur við þig hendirðu þér niður til að koma þeim brotlega í vandræði. Þetta er ömurlegt,“ sagði Souness. Carragher bætti svo við: „Lið sem José Mourinho stýrir verða alltaf virt en aldrei elskuð vegna atvika eins og þessa.“ Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var þó ekki alveg sammála Souness og Carragher. Honum fannst Chelsea bara vera að spila leikinn. „Þetta er bara lið sem er sniðugt. Fólk sem er að horfa heima vill kannski ekki heyra þetta en ef PSG hefði gert sama hlut værum við að kalla leikmenn þess sniðuga. Chelsea var bara að spila leikinn. Það er það sem þarf til í Evrópukeppnum,“ sagði Neville. „Ég er ánægður þegar enska liðið er það sniðuga en ekki mótherjinn. Þetta kemur frá Mourinho. Hann kann að spila leikinn,“ sagði Gary Neville.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30 Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49
David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40
Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30
Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59