„Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2015 20:30 Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. Alex Emma fæddist í desember 2013. Nafnið var ákveðið áður en hún kom í heiminn en þar sem stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi fór málið fyrir mannanafnanefnd sem kvað upp úrskurð þann 19 desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Í gær barst foreldrum Alexar svo bréf bréf frá Þjóðskrá Íslands sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. „Ég bara bjóst aldrei við að þetta myndi ganga svona langt, að fara að rukka mann hálfa milljón á ári fyrir að nefna ekki barnið sitt einhverju sem ríkinu þóknast,“ segir Ómar Örn Hauksson faðir Alexar. „Það kemur upp smá þrjóska, það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita,“ bætir Nanna Þórdís Árnadóttir móðir hennar við. Foreldrarnir segja ekki koma til greina að breyta nafninu og ætla að leita réttar dóttur sinnar. Næstu skref hjá fjölskyldunni að kæra úrskurð mannanafnanefndar, og ætla þau alla leið með málið sama hversu langan tíma það kemur til með að taka. „Kannski verður hún bara flutt að heiman þegar hún loksins fær að heita Alex,“ segir Ómar. Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. Alex Emma fæddist í desember 2013. Nafnið var ákveðið áður en hún kom í heiminn en þar sem stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi fór málið fyrir mannanafnanefnd sem kvað upp úrskurð þann 19 desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Í gær barst foreldrum Alexar svo bréf bréf frá Þjóðskrá Íslands sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. „Ég bara bjóst aldrei við að þetta myndi ganga svona langt, að fara að rukka mann hálfa milljón á ári fyrir að nefna ekki barnið sitt einhverju sem ríkinu þóknast,“ segir Ómar Örn Hauksson faðir Alexar. „Það kemur upp smá þrjóska, það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita,“ bætir Nanna Þórdís Árnadóttir móðir hennar við. Foreldrarnir segja ekki koma til greina að breyta nafninu og ætla að leita réttar dóttur sinnar. Næstu skref hjá fjölskyldunni að kæra úrskurð mannanafnanefndar, og ætla þau alla leið með málið sama hversu langan tíma það kemur til með að taka. „Kannski verður hún bara flutt að heiman þegar hún loksins fær að heita Alex,“ segir Ómar.
Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira