ESB hyggst setja hámark á færslugjöld ingvar haraldsson skrifar 10. mars 2015 14:55 Unnið er að því að setja hámark á færslugjöld innan ESB. vísir/getty Evrópuþingið hefur samþykkt að hámark verði sett færslugjöld sem rukkuð eru fyrir notkun á greiðslukortum. BBC greinir frá.Samkvæmt nýju tillögunum verða færslugjöldin innan ESB 0.2% af heildarverðmæti færslu fyrir debetkort og 0.3% fyrir kreditkort. Í dag er fyrirkomulag færslugjalda misjafnt milli landa. Verði tillögurnar að veruleika gæti það falið í sér mikinn sparnað fyrir íbúa ESB en 760 milljón greiðslukorta eru nú í notkun innan ESB. Þá jókst greiðslukortavelta um 6% eða sem nemur 100 milljörðum evra árið 2013. Framkvæmdastjórn ESB telur að áætlunin muni spara verslunum 6 milljarða evra og neytendum 730 milljónir evra á ári. Hins vegar eru uppi efasemdir um að reglubreytingin muni skila sér til neytenda. Annað hvort verði þjónustugjöld hækkuð á móti eða verslanir muni stinga auknum ágóða í eigin vasa í stað þess að skila honum til neytenda. „Þetta var reynt í Bandaríkjunum og á Spáni, þar sem verslunareigendur högnuðust verulega en sparnaðurinn skilaði sér ekki til neytenda,“ hefur BBC eftir Steven Woolfe, talsmanni breska flokksins UKIP sem er harður andstæðingur ESB-aðildar Breta. Tengdar fréttir Til skoðunar að hækka þjónustugjöld Bankastjóri Landsbankans segir að stærstur hluti gjalda bankans hafi ekki hækkað í sjö ár. 5. mars 2015 21:05 Tilkynningagjöld bankanna: "Er þetta banki eða glæpafélag?“ Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum nú um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. 1. mars 2015 22:34 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 Segir að bankarnir ofrukki neytendur Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. 18. janúar 2015 19:01 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Evrópuþingið hefur samþykkt að hámark verði sett færslugjöld sem rukkuð eru fyrir notkun á greiðslukortum. BBC greinir frá.Samkvæmt nýju tillögunum verða færslugjöldin innan ESB 0.2% af heildarverðmæti færslu fyrir debetkort og 0.3% fyrir kreditkort. Í dag er fyrirkomulag færslugjalda misjafnt milli landa. Verði tillögurnar að veruleika gæti það falið í sér mikinn sparnað fyrir íbúa ESB en 760 milljón greiðslukorta eru nú í notkun innan ESB. Þá jókst greiðslukortavelta um 6% eða sem nemur 100 milljörðum evra árið 2013. Framkvæmdastjórn ESB telur að áætlunin muni spara verslunum 6 milljarða evra og neytendum 730 milljónir evra á ári. Hins vegar eru uppi efasemdir um að reglubreytingin muni skila sér til neytenda. Annað hvort verði þjónustugjöld hækkuð á móti eða verslanir muni stinga auknum ágóða í eigin vasa í stað þess að skila honum til neytenda. „Þetta var reynt í Bandaríkjunum og á Spáni, þar sem verslunareigendur högnuðust verulega en sparnaðurinn skilaði sér ekki til neytenda,“ hefur BBC eftir Steven Woolfe, talsmanni breska flokksins UKIP sem er harður andstæðingur ESB-aðildar Breta.
Tengdar fréttir Til skoðunar að hækka þjónustugjöld Bankastjóri Landsbankans segir að stærstur hluti gjalda bankans hafi ekki hækkað í sjö ár. 5. mars 2015 21:05 Tilkynningagjöld bankanna: "Er þetta banki eða glæpafélag?“ Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum nú um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. 1. mars 2015 22:34 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 Segir að bankarnir ofrukki neytendur Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. 18. janúar 2015 19:01 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Til skoðunar að hækka þjónustugjöld Bankastjóri Landsbankans segir að stærstur hluti gjalda bankans hafi ekki hækkað í sjö ár. 5. mars 2015 21:05
Tilkynningagjöld bankanna: "Er þetta banki eða glæpafélag?“ Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum nú um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. 1. mars 2015 22:34
Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00
Segir að bankarnir ofrukki neytendur Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. 18. janúar 2015 19:01