Alfreð: Þetta mark mun gefa mér mikið Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 26. mars 2015 12:20 Alfreð Finnbogason opnaði markareikning sinn í spænsku úrvalsdeildinni í síðasta leiknum sínum með Real Sociedad fyrir landsliðsferðina til Kasakstan og hann segir markið gera honum gott. „Þetta legst mjög vel í mig. Þetta var bara annar landsleikur og það er alltaf gaman að fá að sjá eitthvað nýtt. Þetta er samt töluvert öðruvísi menning og land en maður er vanur. Leikurinn verður vonandi skemmtilegur," sagði Alfreð Finnbogason. „Ég held að við þurfum aðallega að venjast tímanum því við höfum allir spilað margoft á gervigrasi og innanhúss sem guttar. Við þurfum því hugsa um að að ná góðum svefni og hvílast vel," sagði Alfreð. Hann fagnar því að vera aftur til móts við landsliðsfélagana. „Það er alltaf gaman að koma í nýtt umhverfi og breyta aðeins til. Það er langt á milli landsleikjanna og það er mjög gaman að hitta félagana aftur," sagði Alfreð. Alfreð skoraði þriðja mark Real Sociedad á móti Córdoba um síðustu helgi en markið hans kom stuttu eftir að hann kom inná sem varamaður undir lok leiksins. „Það var mikill léttir og gott fyrir mig. Þetta mark mun gefa mér mikið. Ég get kannski spilað með meiri ró núna og vera ekki að vera aðeins að fókusera á það að skora. Nú get ég reynt að vera mikilvægur á þeim mínútum sem ég fær," sagði Alfreð en hann viðurkennir að það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að eyða mestum tíma á varamannabekknum hjá David Moyes. „Það er aldrei auðvelt þegar þú ert ekki að spila og ég veit ekki um neinn metnaðarfullan fótboltamann sem er ánægður þegar hann er ekki að spila. Ég er engin undantekning á því. Maður fer í gegnum allan skalann, verður pirraður og ánægður og fer allan hringinn. Maður þarf bara að tækla þetta með jákvæðni því það er það eina sem virkar," sagði Alfreð. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ekki auðveldara en gegn Tékkum, Hollendingum eða Tyrkjum Varnarmaðurinn er óhræddur við leikinn gegn Kasakstan á laugardag og kallar hann skyldusigur. 26. mars 2015 11:00 Jóhann Berg ekki mættur í fyrsta sinn til Kasakstan Jóhann Berg Guðmundsson þekkir betur til í Kasakstan heldur en aðrir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en flestir leikmannanna eru hér í fyrsta sinn. 26. mars 2015 11:30 Aron Einar varð faðir í morgun Landsliðsfyrirliðinn missti af fæðingu sonar síns þar sem hann er staddur í Kasakstan. 26. mars 2015 10:00 Lars og Eiður ætla að enda ferilinn saman á EM Lars Lagerbäck og Eiður Smári Guðjohnsen hafa talað saman um að enda saman glæsilega landsliðsferla sína á EM 2016 komist liðið þangað. Eiður Smári er kominn aftur inn í hópinn fyrir leik á móti Kasakstan. 26. mars 2015 07:45 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Alfreð Finnbogason opnaði markareikning sinn í spænsku úrvalsdeildinni í síðasta leiknum sínum með Real Sociedad fyrir landsliðsferðina til Kasakstan og hann segir markið gera honum gott. „Þetta legst mjög vel í mig. Þetta var bara annar landsleikur og það er alltaf gaman að fá að sjá eitthvað nýtt. Þetta er samt töluvert öðruvísi menning og land en maður er vanur. Leikurinn verður vonandi skemmtilegur," sagði Alfreð Finnbogason. „Ég held að við þurfum aðallega að venjast tímanum því við höfum allir spilað margoft á gervigrasi og innanhúss sem guttar. Við þurfum því hugsa um að að ná góðum svefni og hvílast vel," sagði Alfreð. Hann fagnar því að vera aftur til móts við landsliðsfélagana. „Það er alltaf gaman að koma í nýtt umhverfi og breyta aðeins til. Það er langt á milli landsleikjanna og það er mjög gaman að hitta félagana aftur," sagði Alfreð. Alfreð skoraði þriðja mark Real Sociedad á móti Córdoba um síðustu helgi en markið hans kom stuttu eftir að hann kom inná sem varamaður undir lok leiksins. „Það var mikill léttir og gott fyrir mig. Þetta mark mun gefa mér mikið. Ég get kannski spilað með meiri ró núna og vera ekki að vera aðeins að fókusera á það að skora. Nú get ég reynt að vera mikilvægur á þeim mínútum sem ég fær," sagði Alfreð en hann viðurkennir að það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að eyða mestum tíma á varamannabekknum hjá David Moyes. „Það er aldrei auðvelt þegar þú ert ekki að spila og ég veit ekki um neinn metnaðarfullan fótboltamann sem er ánægður þegar hann er ekki að spila. Ég er engin undantekning á því. Maður fer í gegnum allan skalann, verður pirraður og ánægður og fer allan hringinn. Maður þarf bara að tækla þetta með jákvæðni því það er það eina sem virkar," sagði Alfreð.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ekki auðveldara en gegn Tékkum, Hollendingum eða Tyrkjum Varnarmaðurinn er óhræddur við leikinn gegn Kasakstan á laugardag og kallar hann skyldusigur. 26. mars 2015 11:00 Jóhann Berg ekki mættur í fyrsta sinn til Kasakstan Jóhann Berg Guðmundsson þekkir betur til í Kasakstan heldur en aðrir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en flestir leikmannanna eru hér í fyrsta sinn. 26. mars 2015 11:30 Aron Einar varð faðir í morgun Landsliðsfyrirliðinn missti af fæðingu sonar síns þar sem hann er staddur í Kasakstan. 26. mars 2015 10:00 Lars og Eiður ætla að enda ferilinn saman á EM Lars Lagerbäck og Eiður Smári Guðjohnsen hafa talað saman um að enda saman glæsilega landsliðsferla sína á EM 2016 komist liðið þangað. Eiður Smári er kominn aftur inn í hópinn fyrir leik á móti Kasakstan. 26. mars 2015 07:45 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Ragnar: Ekki auðveldara en gegn Tékkum, Hollendingum eða Tyrkjum Varnarmaðurinn er óhræddur við leikinn gegn Kasakstan á laugardag og kallar hann skyldusigur. 26. mars 2015 11:00
Jóhann Berg ekki mættur í fyrsta sinn til Kasakstan Jóhann Berg Guðmundsson þekkir betur til í Kasakstan heldur en aðrir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en flestir leikmannanna eru hér í fyrsta sinn. 26. mars 2015 11:30
Aron Einar varð faðir í morgun Landsliðsfyrirliðinn missti af fæðingu sonar síns þar sem hann er staddur í Kasakstan. 26. mars 2015 10:00
Lars og Eiður ætla að enda ferilinn saman á EM Lars Lagerbäck og Eiður Smári Guðjohnsen hafa talað saman um að enda saman glæsilega landsliðsferla sína á EM 2016 komist liðið þangað. Eiður Smári er kominn aftur inn í hópinn fyrir leik á móti Kasakstan. 26. mars 2015 07:45
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti