Ætla berbrjósta í Laugardalslaugina og vilja þig með Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2015 12:09 Hanna María Geirdal. Þrjár íslenskar stúlkur, sem urðu fyrir því að Facebook eyddi út #FreeTheNipple viðburði á þeirra vegum, standa fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld. Hvetja þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. Hanna María Geirdal stendur fyrir viðburðinum ásamt Karen Björt Eyþórsdóttur og Guðbjörgu Ríkey Thoroddsen Hauksdóttur. Reikna má með góðum viðtökum aðstandenda laugarinnar líkt og Vísir fjallaði um fyrr í dag. „Auk þess verður önnur sundferð næstkomandi sunnudag, en fólki er frjálst að fara í hvaða sundlaug sem er,“ segir Hanna María í samtali við Vísi. Hanna María er meðstjórnandi í skólafélagi MR en #FreeTheNipple dagurinn er einmitt haldinn hátíðlegur í skólanum í dag. Stelpurnar hafa stofnað til nýs Facebook-viðburðar en prófílmyndin með viðburðinum er af karlkynsbrjóstum. Fróðlegt verður að sjá hvort viðburðurinn fær að standa. Þær stöllur ætla svo aftur í sund á sunnudagskvöldið og hvetja fólk til að skella sér með. „BRJÓSTIN MÍN TILHEYRA MÉR - EKKI KLÁMVÆÐINGUNNI!“ eru skilaboð sem stelpurnar senda til fólksins en viðburðinn má nálgast hér. #FreeTheNipple Tengdar fréttir Berbrjósta konur velkomnar í Laugardalslaugina "Við höfum aldrei skipt okkur af þessu,“ segir forstöðumaður laugarinnar. 26. mars 2015 11:54 Facebook lokaði á íslenskan #FreeTheNipple viðburð "Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir. 26. mars 2015 10:37 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Þrjár íslenskar stúlkur, sem urðu fyrir því að Facebook eyddi út #FreeTheNipple viðburði á þeirra vegum, standa fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld. Hvetja þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. Hanna María Geirdal stendur fyrir viðburðinum ásamt Karen Björt Eyþórsdóttur og Guðbjörgu Ríkey Thoroddsen Hauksdóttur. Reikna má með góðum viðtökum aðstandenda laugarinnar líkt og Vísir fjallaði um fyrr í dag. „Auk þess verður önnur sundferð næstkomandi sunnudag, en fólki er frjálst að fara í hvaða sundlaug sem er,“ segir Hanna María í samtali við Vísi. Hanna María er meðstjórnandi í skólafélagi MR en #FreeTheNipple dagurinn er einmitt haldinn hátíðlegur í skólanum í dag. Stelpurnar hafa stofnað til nýs Facebook-viðburðar en prófílmyndin með viðburðinum er af karlkynsbrjóstum. Fróðlegt verður að sjá hvort viðburðurinn fær að standa. Þær stöllur ætla svo aftur í sund á sunnudagskvöldið og hvetja fólk til að skella sér með. „BRJÓSTIN MÍN TILHEYRA MÉR - EKKI KLÁMVÆÐINGUNNI!“ eru skilaboð sem stelpurnar senda til fólksins en viðburðinn má nálgast hér.
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Berbrjósta konur velkomnar í Laugardalslaugina "Við höfum aldrei skipt okkur af þessu,“ segir forstöðumaður laugarinnar. 26. mars 2015 11:54 Facebook lokaði á íslenskan #FreeTheNipple viðburð "Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir. 26. mars 2015 10:37 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Berbrjósta konur velkomnar í Laugardalslaugina "Við höfum aldrei skipt okkur af þessu,“ segir forstöðumaður laugarinnar. 26. mars 2015 11:54
Facebook lokaði á íslenskan #FreeTheNipple viðburð "Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir. 26. mars 2015 10:37
Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55
Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33
Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50