Tíst Musk hafa áhrif á gengi bréfa í Tesla Aðalsteinn Kjartansson skrifar 30. mars 2015 21:38 Gengi bréfa í Tesla Motors hækkuðu um þrjú prósent eftir að Musk tísti um nýja vöru. Fjárfestar virðast fylgjast grannt með Twitter-reikningi Elon Musk, forstjóra rafbílaframleiðandans Tesla. Í það minnsta virðist gengi bréfa í Tesla Motors taka kipp í hvert sinn sem hann tístir einhverju áhugaverðu. Quartz greinir frá þessu. Í dag boðaði Musk óvænt nýja vörulínu frá Tesla sem er ekki nýr bíll. Flestir telja að fyrirtækið komi með stærri rafhlöður á markað sem nota má til að sjá heilu heimili fyrir orku. Tesla hefur ekki viljað gefa neitt uppi um þessa nýju vörulínu þrátt fyrir yfirlýsingar forstjórans.Major new Tesla product line -- not a car -- will be unveiled at our Hawthorne Design Studio on Thurs 8pm, April 30— Elon Musk (@elonmusk) March 30, 2015 Markaðurinn tók hins vegar við sér og hækkuðu bréf í Tesla um 3 prósentustig í dag, eftir tístið frá Musk. Það er þó ekki eina skiptið sem þetta hefur gerst. Aðeins nokkrir dagar eru síðan að Musk neitaði á Twitter-síðunni sinni að nota tístin til að hafa áhrif á hlutabréfaverð. „Tímabundin hækkun á $TSLA hlutabréfum gerir augljóslega ekkert fyrir Tesla eða mig,“ tísti hann og fullyrti að hvorki hann né fyrirtækið væri að selja bréf.Neither I nor the company are selling shares. Even if we were, I wouldn't do this. It would be wrong. Our long term results are what matter.— Elon Musk (@elonmusk) March 16, 2015 Það þýðir þó ekki að tístin hafi ekki áhrif. 16. mars, þegar áðurnefnt tíst var sett í loftið, hækkuðu hlutabréf í Tesla um 3,7 prósent. 29. janúar tísti Musk um að hugbúnaðaruppfærsla fyrir Model S P85D bílinn gæti gert hann hraðskreiðari. Í kjölfarið hækkuðu bréf um 2,9 prósent. Það eru þó ekki öll tístin sem skila sér í hækkandi hlutabréfaverði. 8. mars neitaði hann seinkunum á opnun Gigafactory rafhlöðuverksmiðjunnar í tísti en í kjölfarið féll hlutabréf í Tesla um 1,5 prósent. Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjárfestar virðast fylgjast grannt með Twitter-reikningi Elon Musk, forstjóra rafbílaframleiðandans Tesla. Í það minnsta virðist gengi bréfa í Tesla Motors taka kipp í hvert sinn sem hann tístir einhverju áhugaverðu. Quartz greinir frá þessu. Í dag boðaði Musk óvænt nýja vörulínu frá Tesla sem er ekki nýr bíll. Flestir telja að fyrirtækið komi með stærri rafhlöður á markað sem nota má til að sjá heilu heimili fyrir orku. Tesla hefur ekki viljað gefa neitt uppi um þessa nýju vörulínu þrátt fyrir yfirlýsingar forstjórans.Major new Tesla product line -- not a car -- will be unveiled at our Hawthorne Design Studio on Thurs 8pm, April 30— Elon Musk (@elonmusk) March 30, 2015 Markaðurinn tók hins vegar við sér og hækkuðu bréf í Tesla um 3 prósentustig í dag, eftir tístið frá Musk. Það er þó ekki eina skiptið sem þetta hefur gerst. Aðeins nokkrir dagar eru síðan að Musk neitaði á Twitter-síðunni sinni að nota tístin til að hafa áhrif á hlutabréfaverð. „Tímabundin hækkun á $TSLA hlutabréfum gerir augljóslega ekkert fyrir Tesla eða mig,“ tísti hann og fullyrti að hvorki hann né fyrirtækið væri að selja bréf.Neither I nor the company are selling shares. Even if we were, I wouldn't do this. It would be wrong. Our long term results are what matter.— Elon Musk (@elonmusk) March 16, 2015 Það þýðir þó ekki að tístin hafi ekki áhrif. 16. mars, þegar áðurnefnt tíst var sett í loftið, hækkuðu hlutabréf í Tesla um 3,7 prósent. 29. janúar tísti Musk um að hugbúnaðaruppfærsla fyrir Model S P85D bílinn gæti gert hann hraðskreiðari. Í kjölfarið hækkuðu bréf um 2,9 prósent. Það eru þó ekki öll tístin sem skila sér í hækkandi hlutabréfaverði. 8. mars neitaði hann seinkunum á opnun Gigafactory rafhlöðuverksmiðjunnar í tísti en í kjölfarið féll hlutabréf í Tesla um 1,5 prósent.
Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira