NBA: Meistararnir óstöðvandi - Sæti OKC í úrslitakeppninni í hættu Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 07:00 Kawhi Leonard er að spila frábærlega þessa dagana. vísir/getty Meistarar San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta líta betur og betur út því nær sem dregur úrslitakeppninni og virðist sem liðið sé að toppa á hárréttum tíma. Það rassskellti topplið Golden State fyrir nokkrum dögum og vann svo áttunda sigurinn í röð í nótt þegar það lagði OKC Thunder auðveldlega á útivelli, 113-88. Einn stærsti þátturinn í upprisu Spurs er frammistaða Kawhi Leonard sem er kominn í sama form og hann var í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann var kjörinn besti leikmaðurinn í lokaúrslitunum gegn Miami. Leonard skoraði 26 stig í nótt og jafnaði með því persónulegt met sitt yfir stigaskor í einum leik. Það er þó helst varnarleikur Leonards sem hefur verið stórkostlegur undanfarnar vikur, en hann stal þremur boltum í nótt. Gregg Popvich, þjálfari San Antonio, var mjög ánægður með Leonard í nótt, sérstaklega þegar hann gerði ekkert mikið úr troðslu sinni eftir að hafa stolið boltanum og farið sjálfur upp allan völlinn. „Hann steytti ekki hnefa og reyndi að sýnast svalur eða gera eitthvað af þessum heimskulegu hlutum. Hann gerði ekki neitt. Hann fór bara aftur í vörn eins og honum leiddist. Ég elska þetta við hann,“ sagði Gregg Popovich.Anthony Davis kemur til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar.vísir/epaSan Antonio er í sjötta sæti vesturdeildarinnar með 52 sigra og 26 töp, aðeins hálfum leik á eftir LA Clippers sem hékk á fimmta sætinu með fimm stiga sigri á samborgurum sínum í Lakers, 105-100. Russell Westbrook hafði tiltölulega hægt um sig í liði OKC í nótt, en hann skoraði 17 stig og stal 6 boltum. Með tapinu missti Thunder áttunda sætið til New Orleans Pelicans sem vann sterkan heimasigur á efsta liði NBA-deildarinnar, Golden State. Anthony Davis, framherjinn magnaði í liði New Orleans, skoraði 29 stig í leiknum og tók 10 fráköst, en hann skoraði 23 stig í seinni hálfleik eftir að hafa átt í basli í þeim fyrri. Quincy Pondexter bætti við 20 stigum fyrir heimamenn. Stephen Curry skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir toppliði og Draymond Green skoraði 24 stig og tók 14 fráköst, en hann hefur eins og margir aðrir í Golden State-liðinu spilað frábærlega í vetur. Eins og staðan er akkurat núna myndu Golden State og New Orleans mætast í úrslitakeppninni en liðin eiga öll fjóra til fimm leiki eftir. Það gæti orðið áhugaverð rimma því Anthony Davis var mjög óánægður með hvernig Golden State mætti til leiks í nótt og sendi leikmönnum liðsins pillu í viðtali við FOX. „Þeir héldu að þetta yrði eins og einhver æfingaleikur en við höfum sýnt að við getum unnið þá,“ sagði Davis, en fréttamaður Fox sagðist svo hafa heimildir fyrir því að ónefndur leikmaður Golde State hafi sagt við varamannabekk New Orleans að gestirnir myndu vinna auðveldan sigur.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Charlotte Hornets 105-100 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 103-100 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 88-113 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 116-111 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 105-100Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta líta betur og betur út því nær sem dregur úrslitakeppninni og virðist sem liðið sé að toppa á hárréttum tíma. Það rassskellti topplið Golden State fyrir nokkrum dögum og vann svo áttunda sigurinn í röð í nótt þegar það lagði OKC Thunder auðveldlega á útivelli, 113-88. Einn stærsti þátturinn í upprisu Spurs er frammistaða Kawhi Leonard sem er kominn í sama form og hann var í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann var kjörinn besti leikmaðurinn í lokaúrslitunum gegn Miami. Leonard skoraði 26 stig í nótt og jafnaði með því persónulegt met sitt yfir stigaskor í einum leik. Það er þó helst varnarleikur Leonards sem hefur verið stórkostlegur undanfarnar vikur, en hann stal þremur boltum í nótt. Gregg Popvich, þjálfari San Antonio, var mjög ánægður með Leonard í nótt, sérstaklega þegar hann gerði ekkert mikið úr troðslu sinni eftir að hafa stolið boltanum og farið sjálfur upp allan völlinn. „Hann steytti ekki hnefa og reyndi að sýnast svalur eða gera eitthvað af þessum heimskulegu hlutum. Hann gerði ekki neitt. Hann fór bara aftur í vörn eins og honum leiddist. Ég elska þetta við hann,“ sagði Gregg Popovich.Anthony Davis kemur til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar.vísir/epaSan Antonio er í sjötta sæti vesturdeildarinnar með 52 sigra og 26 töp, aðeins hálfum leik á eftir LA Clippers sem hékk á fimmta sætinu með fimm stiga sigri á samborgurum sínum í Lakers, 105-100. Russell Westbrook hafði tiltölulega hægt um sig í liði OKC í nótt, en hann skoraði 17 stig og stal 6 boltum. Með tapinu missti Thunder áttunda sætið til New Orleans Pelicans sem vann sterkan heimasigur á efsta liði NBA-deildarinnar, Golden State. Anthony Davis, framherjinn magnaði í liði New Orleans, skoraði 29 stig í leiknum og tók 10 fráköst, en hann skoraði 23 stig í seinni hálfleik eftir að hafa átt í basli í þeim fyrri. Quincy Pondexter bætti við 20 stigum fyrir heimamenn. Stephen Curry skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir toppliði og Draymond Green skoraði 24 stig og tók 14 fráköst, en hann hefur eins og margir aðrir í Golden State-liðinu spilað frábærlega í vetur. Eins og staðan er akkurat núna myndu Golden State og New Orleans mætast í úrslitakeppninni en liðin eiga öll fjóra til fimm leiki eftir. Það gæti orðið áhugaverð rimma því Anthony Davis var mjög óánægður með hvernig Golden State mætti til leiks í nótt og sendi leikmönnum liðsins pillu í viðtali við FOX. „Þeir héldu að þetta yrði eins og einhver æfingaleikur en við höfum sýnt að við getum unnið þá,“ sagði Davis, en fréttamaður Fox sagðist svo hafa heimildir fyrir því að ónefndur leikmaður Golde State hafi sagt við varamannabekk New Orleans að gestirnir myndu vinna auðveldan sigur.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Charlotte Hornets 105-100 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 103-100 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 88-113 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 116-111 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 105-100Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira