Vel gekk að færa flóttafólkið í land Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2015 10:53 Mynd/Týr Áhöfnin á varðskipinu Tý kom að landi í gær í Pozzallo á Sikiley með 320 flóttamenn sem bjargað hafði verið undan ströndum Líbíu á föstudaginn. Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið að færa fólkið í land. „Það gekk bara nokkuð vel. Það komu um borð læknar, hjúkrunarfólk og lögregla: Þau yfirheyrðu hvern einasta einstakling áður en þeir fóru í land og skoðuðu ástandið á þeim eins og þeir gera samkvæmt ítölskum heilbrigðisreglum. Þetta tók svona um tvo og hálfan tíma.“ Áhöfnin á Tý fór aftur út í eftirlit nú í morgun en fyrst þurfti að gera skipið klárt og bæta á matarbirgðir. „Við erum ekki með matarbirgðir fyrir 320 manns. Sjálfir erum við 18 þannig að við þurftum aðeins að bæta við vistirnar. Við verðum í venjubundnu eftirliti djúpt suður af Ítalíu eins og við höfum gert. Þetta getur komið með nánast engum fyrirvara þannig að við erum bara tilbúnir.“ Verkefni Týs í Miðjarðarhafinu fer nú senn að ljúka en samkvæmt áætlun verður lagt af stað heim til Íslands þann 20. maí næstkomandi. Skipið er svo væntanlegt til Reykjavíkur um fyrsta júní.Læknar, hjúkrunarfólk og lögregluþjónar tóku á móti flóttafólkinu í Ítalíu.Mynd/TýrMynd/TýrMynd/Týr Flóttamenn Tengdar fréttir „Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24 Týr bjargar flóttamönnum í Miðjarðarhafi Um 200 flóttamenn eru bjargarlausir á fiskibát norður af Líbýu. 3. apríl 2015 15:35 Varðskipið Týr komið með flóttamennina til hafnar Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley um klukkan tvo að íslenskum tíma í dag með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði í gær af lekum fiskibát þrjátíu sjómílum norður af Líbýu. 4. apríl 2015 18:28 Stærsta björgunaraðgerð gæslunnar frá upphafi Áhöfnin á varðskipinu Tý sinnti björgunaraðgerðum í dag um 30 sjómílum norður af Líbýu þar sem um 320 flóttamenn, þar af mörg börn, voru bjargarlausir á fiskibát. 3. apríl 2015 19:07 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Áhöfnin á varðskipinu Tý kom að landi í gær í Pozzallo á Sikiley með 320 flóttamenn sem bjargað hafði verið undan ströndum Líbíu á föstudaginn. Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið að færa fólkið í land. „Það gekk bara nokkuð vel. Það komu um borð læknar, hjúkrunarfólk og lögregla: Þau yfirheyrðu hvern einasta einstakling áður en þeir fóru í land og skoðuðu ástandið á þeim eins og þeir gera samkvæmt ítölskum heilbrigðisreglum. Þetta tók svona um tvo og hálfan tíma.“ Áhöfnin á Tý fór aftur út í eftirlit nú í morgun en fyrst þurfti að gera skipið klárt og bæta á matarbirgðir. „Við erum ekki með matarbirgðir fyrir 320 manns. Sjálfir erum við 18 þannig að við þurftum aðeins að bæta við vistirnar. Við verðum í venjubundnu eftirliti djúpt suður af Ítalíu eins og við höfum gert. Þetta getur komið með nánast engum fyrirvara þannig að við erum bara tilbúnir.“ Verkefni Týs í Miðjarðarhafinu fer nú senn að ljúka en samkvæmt áætlun verður lagt af stað heim til Íslands þann 20. maí næstkomandi. Skipið er svo væntanlegt til Reykjavíkur um fyrsta júní.Læknar, hjúkrunarfólk og lögregluþjónar tóku á móti flóttafólkinu í Ítalíu.Mynd/TýrMynd/TýrMynd/Týr
Flóttamenn Tengdar fréttir „Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24 Týr bjargar flóttamönnum í Miðjarðarhafi Um 200 flóttamenn eru bjargarlausir á fiskibát norður af Líbýu. 3. apríl 2015 15:35 Varðskipið Týr komið með flóttamennina til hafnar Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley um klukkan tvo að íslenskum tíma í dag með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði í gær af lekum fiskibát þrjátíu sjómílum norður af Líbýu. 4. apríl 2015 18:28 Stærsta björgunaraðgerð gæslunnar frá upphafi Áhöfnin á varðskipinu Tý sinnti björgunaraðgerðum í dag um 30 sjómílum norður af Líbýu þar sem um 320 flóttamenn, þar af mörg börn, voru bjargarlausir á fiskibát. 3. apríl 2015 19:07 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
„Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24
Týr bjargar flóttamönnum í Miðjarðarhafi Um 200 flóttamenn eru bjargarlausir á fiskibát norður af Líbýu. 3. apríl 2015 15:35
Varðskipið Týr komið með flóttamennina til hafnar Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley um klukkan tvo að íslenskum tíma í dag með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði í gær af lekum fiskibát þrjátíu sjómílum norður af Líbýu. 4. apríl 2015 18:28
Stærsta björgunaraðgerð gæslunnar frá upphafi Áhöfnin á varðskipinu Tý sinnti björgunaraðgerðum í dag um 30 sjómílum norður af Líbýu þar sem um 320 flóttamenn, þar af mörg börn, voru bjargarlausir á fiskibát. 3. apríl 2015 19:07