Telja umsókn um ESB og yfirlýsingu um evru auðvelda afnám hafta Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2015 18:30 Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru síðar felur í sér heppilegra umhverfi til losunar gjaldeyrishafta heldur en afnám hafta við núverandi aðstæður með krónu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu KPMG. Út er komin skýrslan „Úr höftum með evru?“. Skýrslan, sem er greining á ólíkum sviðsmyndum við afnám hafta, var unnin í fjórum vinnuhópum en KPMG bar ábyrgð á niðurstöðunum og hafði ritstjórn með verkinu. Árið 2012 komst Seðlabanki Íslands að þeirri niðurstöðu að innganga í ESB og upptaka evru væri raunhæfasti valkostur Íslendinga annar en íslenska krónan í skýrslunni „Valkostir Íslands í gjaldmiðils og gengismálum“. Því voru aðrir kostir í gjaldmiðlamálum en tvíhliða upptaka evru ekki skoðaðir í sviðsmyndagreiningu KPMG. Sviðsmyndagreiningin leiddi í ljós að hröð losun gjaldeyrishafta hefur í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu sem orsakast að miklu leyti af þróun íslensku krónunnar. En í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir: „Samanburður þessara greininga leiðir hins vegar í ljós að sveiflurnar yrðu vægari og síður öfgafullar í umhverfi þar sem upptaka evru er í farvatninu.“ Síðan segir: „Af niðurstöðum þessarar greiningar og samanburði við fyrri greiningu má draga þá ályktun að ákvörðun um inngöngu í ESB með upptöku evru feli í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Jafnframt virðist auðveldara að losa fjármagnshöftin hratt með upptöku evru í farvatninu og efnahagssveiflur við hraða losun verða minni.“Svanbjörn Thoroddsen einn eigenda ráðgjafarsviðs KPMG.„Það virðist nokkuð ljóst að við þá stöðu að gert er ráð fyrir að taka upp evru í framhaldi af inngöngu í Evrópusambandið þá er minni hætta á að það verði öfgakennd viðbrögð við afnámi hafta. Það má reikna með að í framhaldi af losun hafta verði meira jafnvægi, minni sveiflur hvort sem það er gengi gjaldmiðla eða annarra mikilvægra þátta í efnahagskerfinu,“ segir Svanbjörn Thoroddsen eigandi hjá ráðgjafarsviði KPMG sem hafði yfirumsjón með útgáfu skýrslunnar. Svanbjörn segir að trúverðugleikinn skipti mestu máli við afnám hafta. Minni líkur séu á flótta fyrirtækja úr landi ef yfirlýst markmið um aðild að ESB og upptöku evru liggi fyrir. „Eitt af því sem við höfum áhyggjur af við afnám hafta er áframhaldandi brotthvarf íslenskra fyrirtækja, sérstaklega ef afnám hafta gerist á sérstaklega löngu tímabili. Þá sjáum við áfram innlend fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum fara af landi brott með sínar höfuðstöðvar og sína starfsemi. Ef það er trúverðug áætlun um afnám hafta til staðar þá er minni hætta á að innlend fyrirtæki fari af landi brott,“ segir Svanbjörn. Gjaldeyrishöft Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru síðar felur í sér heppilegra umhverfi til losunar gjaldeyrishafta heldur en afnám hafta við núverandi aðstæður með krónu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu KPMG. Út er komin skýrslan „Úr höftum með evru?“. Skýrslan, sem er greining á ólíkum sviðsmyndum við afnám hafta, var unnin í fjórum vinnuhópum en KPMG bar ábyrgð á niðurstöðunum og hafði ritstjórn með verkinu. Árið 2012 komst Seðlabanki Íslands að þeirri niðurstöðu að innganga í ESB og upptaka evru væri raunhæfasti valkostur Íslendinga annar en íslenska krónan í skýrslunni „Valkostir Íslands í gjaldmiðils og gengismálum“. Því voru aðrir kostir í gjaldmiðlamálum en tvíhliða upptaka evru ekki skoðaðir í sviðsmyndagreiningu KPMG. Sviðsmyndagreiningin leiddi í ljós að hröð losun gjaldeyrishafta hefur í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu sem orsakast að miklu leyti af þróun íslensku krónunnar. En í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir: „Samanburður þessara greininga leiðir hins vegar í ljós að sveiflurnar yrðu vægari og síður öfgafullar í umhverfi þar sem upptaka evru er í farvatninu.“ Síðan segir: „Af niðurstöðum þessarar greiningar og samanburði við fyrri greiningu má draga þá ályktun að ákvörðun um inngöngu í ESB með upptöku evru feli í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Jafnframt virðist auðveldara að losa fjármagnshöftin hratt með upptöku evru í farvatninu og efnahagssveiflur við hraða losun verða minni.“Svanbjörn Thoroddsen einn eigenda ráðgjafarsviðs KPMG.„Það virðist nokkuð ljóst að við þá stöðu að gert er ráð fyrir að taka upp evru í framhaldi af inngöngu í Evrópusambandið þá er minni hætta á að það verði öfgakennd viðbrögð við afnámi hafta. Það má reikna með að í framhaldi af losun hafta verði meira jafnvægi, minni sveiflur hvort sem það er gengi gjaldmiðla eða annarra mikilvægra þátta í efnahagskerfinu,“ segir Svanbjörn Thoroddsen eigandi hjá ráðgjafarsviði KPMG sem hafði yfirumsjón með útgáfu skýrslunnar. Svanbjörn segir að trúverðugleikinn skipti mestu máli við afnám hafta. Minni líkur séu á flótta fyrirtækja úr landi ef yfirlýst markmið um aðild að ESB og upptöku evru liggi fyrir. „Eitt af því sem við höfum áhyggjur af við afnám hafta er áframhaldandi brotthvarf íslenskra fyrirtækja, sérstaklega ef afnám hafta gerist á sérstaklega löngu tímabili. Þá sjáum við áfram innlend fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum fara af landi brott með sínar höfuðstöðvar og sína starfsemi. Ef það er trúverðug áætlun um afnám hafta til staðar þá er minni hætta á að innlend fyrirtæki fari af landi brott,“ segir Svanbjörn.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira