Telja umsókn um ESB og yfirlýsingu um evru auðvelda afnám hafta Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2015 18:30 Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru síðar felur í sér heppilegra umhverfi til losunar gjaldeyrishafta heldur en afnám hafta við núverandi aðstæður með krónu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu KPMG. Út er komin skýrslan „Úr höftum með evru?“. Skýrslan, sem er greining á ólíkum sviðsmyndum við afnám hafta, var unnin í fjórum vinnuhópum en KPMG bar ábyrgð á niðurstöðunum og hafði ritstjórn með verkinu. Árið 2012 komst Seðlabanki Íslands að þeirri niðurstöðu að innganga í ESB og upptaka evru væri raunhæfasti valkostur Íslendinga annar en íslenska krónan í skýrslunni „Valkostir Íslands í gjaldmiðils og gengismálum“. Því voru aðrir kostir í gjaldmiðlamálum en tvíhliða upptaka evru ekki skoðaðir í sviðsmyndagreiningu KPMG. Sviðsmyndagreiningin leiddi í ljós að hröð losun gjaldeyrishafta hefur í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu sem orsakast að miklu leyti af þróun íslensku krónunnar. En í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir: „Samanburður þessara greininga leiðir hins vegar í ljós að sveiflurnar yrðu vægari og síður öfgafullar í umhverfi þar sem upptaka evru er í farvatninu.“ Síðan segir: „Af niðurstöðum þessarar greiningar og samanburði við fyrri greiningu má draga þá ályktun að ákvörðun um inngöngu í ESB með upptöku evru feli í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Jafnframt virðist auðveldara að losa fjármagnshöftin hratt með upptöku evru í farvatninu og efnahagssveiflur við hraða losun verða minni.“Svanbjörn Thoroddsen einn eigenda ráðgjafarsviðs KPMG.„Það virðist nokkuð ljóst að við þá stöðu að gert er ráð fyrir að taka upp evru í framhaldi af inngöngu í Evrópusambandið þá er minni hætta á að það verði öfgakennd viðbrögð við afnámi hafta. Það má reikna með að í framhaldi af losun hafta verði meira jafnvægi, minni sveiflur hvort sem það er gengi gjaldmiðla eða annarra mikilvægra þátta í efnahagskerfinu,“ segir Svanbjörn Thoroddsen eigandi hjá ráðgjafarsviði KPMG sem hafði yfirumsjón með útgáfu skýrslunnar. Svanbjörn segir að trúverðugleikinn skipti mestu máli við afnám hafta. Minni líkur séu á flótta fyrirtækja úr landi ef yfirlýst markmið um aðild að ESB og upptöku evru liggi fyrir. „Eitt af því sem við höfum áhyggjur af við afnám hafta er áframhaldandi brotthvarf íslenskra fyrirtækja, sérstaklega ef afnám hafta gerist á sérstaklega löngu tímabili. Þá sjáum við áfram innlend fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum fara af landi brott með sínar höfuðstöðvar og sína starfsemi. Ef það er trúverðug áætlun um afnám hafta til staðar þá er minni hætta á að innlend fyrirtæki fari af landi brott,“ segir Svanbjörn. Gjaldeyrishöft Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru síðar felur í sér heppilegra umhverfi til losunar gjaldeyrishafta heldur en afnám hafta við núverandi aðstæður með krónu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu KPMG. Út er komin skýrslan „Úr höftum með evru?“. Skýrslan, sem er greining á ólíkum sviðsmyndum við afnám hafta, var unnin í fjórum vinnuhópum en KPMG bar ábyrgð á niðurstöðunum og hafði ritstjórn með verkinu. Árið 2012 komst Seðlabanki Íslands að þeirri niðurstöðu að innganga í ESB og upptaka evru væri raunhæfasti valkostur Íslendinga annar en íslenska krónan í skýrslunni „Valkostir Íslands í gjaldmiðils og gengismálum“. Því voru aðrir kostir í gjaldmiðlamálum en tvíhliða upptaka evru ekki skoðaðir í sviðsmyndagreiningu KPMG. Sviðsmyndagreiningin leiddi í ljós að hröð losun gjaldeyrishafta hefur í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu sem orsakast að miklu leyti af þróun íslensku krónunnar. En í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir: „Samanburður þessara greininga leiðir hins vegar í ljós að sveiflurnar yrðu vægari og síður öfgafullar í umhverfi þar sem upptaka evru er í farvatninu.“ Síðan segir: „Af niðurstöðum þessarar greiningar og samanburði við fyrri greiningu má draga þá ályktun að ákvörðun um inngöngu í ESB með upptöku evru feli í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Jafnframt virðist auðveldara að losa fjármagnshöftin hratt með upptöku evru í farvatninu og efnahagssveiflur við hraða losun verða minni.“Svanbjörn Thoroddsen einn eigenda ráðgjafarsviðs KPMG.„Það virðist nokkuð ljóst að við þá stöðu að gert er ráð fyrir að taka upp evru í framhaldi af inngöngu í Evrópusambandið þá er minni hætta á að það verði öfgakennd viðbrögð við afnámi hafta. Það má reikna með að í framhaldi af losun hafta verði meira jafnvægi, minni sveiflur hvort sem það er gengi gjaldmiðla eða annarra mikilvægra þátta í efnahagskerfinu,“ segir Svanbjörn Thoroddsen eigandi hjá ráðgjafarsviði KPMG sem hafði yfirumsjón með útgáfu skýrslunnar. Svanbjörn segir að trúverðugleikinn skipti mestu máli við afnám hafta. Minni líkur séu á flótta fyrirtækja úr landi ef yfirlýst markmið um aðild að ESB og upptöku evru liggi fyrir. „Eitt af því sem við höfum áhyggjur af við afnám hafta er áframhaldandi brotthvarf íslenskra fyrirtækja, sérstaklega ef afnám hafta gerist á sérstaklega löngu tímabili. Þá sjáum við áfram innlend fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum fara af landi brott með sínar höfuðstöðvar og sína starfsemi. Ef það er trúverðug áætlun um afnám hafta til staðar þá er minni hætta á að innlend fyrirtæki fari af landi brott,“ segir Svanbjörn.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira