Stærsta björgunaraðgerð gæslunnar frá upphafi þóra kristín ásgeirsdóttir skrifar 3. apríl 2015 19:07 Áhöfnin á varðskipinu Tý sinnti björgunaraðgerðum í dag um 30 sjómílum norður af Líbýu þar sem um 320 flóttamenn, þar af mörg börn, voru bjargarlausir á fiskibát. Þetta er stærsta aðgerð gæslunnar frá upphafi. Halldór B. Nellett skipherra segir að fólkið hafi almennt verið í góðu ásigkomulagi, þótt einhverjir hafi kvartað um veikindi og aðrir verið þyrstir og svangir. Neyðarkall barst frá bátnum snemma í morgun og hélt Týr, skip Landhelgisgæslunnar þegar á staðinn. Þrjú önnur skip voru á svæðinu en allt fólkið var tekið um borð í skipið sem siglir með fólkið áleiðis til Sikileyjar. Halldór segir að þetta sé það syðsta sem skipið hafi farið, en skipið var skammt undan ströndum Lýbíu þegar björgunaraðgerðin hófst. Hann segir að það sé vissulega mjög sérstakt að taka þátt í að bjarga svona mörgu fólki. Það sé bæði sorglegt að fólk þurfi að standa í þessu til að reyna að lifa betra lífi og svo sé auðvitað gleðilegt að geta bjargað svona mörgum. Talsverðar annir hafa verið á þessu svæði undanfarið en í gær tók Týr þátt í annarri aðgerð þar sem bátur með flóttafólki snéri við til Líbýu. Týr mun sinna leit og björgun og landamæragæslu á þessu svæði fram í miðjan maí en ráðgert er að skipið komi til Ísland í lok maí. Flóttamenn Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Áhöfnin á varðskipinu Tý sinnti björgunaraðgerðum í dag um 30 sjómílum norður af Líbýu þar sem um 320 flóttamenn, þar af mörg börn, voru bjargarlausir á fiskibát. Þetta er stærsta aðgerð gæslunnar frá upphafi. Halldór B. Nellett skipherra segir að fólkið hafi almennt verið í góðu ásigkomulagi, þótt einhverjir hafi kvartað um veikindi og aðrir verið þyrstir og svangir. Neyðarkall barst frá bátnum snemma í morgun og hélt Týr, skip Landhelgisgæslunnar þegar á staðinn. Þrjú önnur skip voru á svæðinu en allt fólkið var tekið um borð í skipið sem siglir með fólkið áleiðis til Sikileyjar. Halldór segir að þetta sé það syðsta sem skipið hafi farið, en skipið var skammt undan ströndum Lýbíu þegar björgunaraðgerðin hófst. Hann segir að það sé vissulega mjög sérstakt að taka þátt í að bjarga svona mörgu fólki. Það sé bæði sorglegt að fólk þurfi að standa í þessu til að reyna að lifa betra lífi og svo sé auðvitað gleðilegt að geta bjargað svona mörgum. Talsverðar annir hafa verið á þessu svæði undanfarið en í gær tók Týr þátt í annarri aðgerð þar sem bátur með flóttafólki snéri við til Líbýu. Týr mun sinna leit og björgun og landamæragæslu á þessu svæði fram í miðjan maí en ráðgert er að skipið komi til Ísland í lok maí.
Flóttamenn Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira