Körfubolti

Þetta er lögreglumál! | Arnar og Svali fara á kostum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var mikið fjör í Ljónagryfjunni í gær þegar oddaleikur Njarðvíkur og Stjörnunnar í Dominos-deild karla fór fram. Njarðvík vann að lokum, 92-73, og tryggði sér þar af leiðandi sæti í undanúrslitum keppninnar.

Arnar Björnsson og Svali Björgvinsson lýstu leiknum sem var í beinni á Stöð 2 Sport og fóru sem fyrr á kostum. Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var laminn duglega í gólfið undir lok þriðja leikhluta og var dæmt tæknivilla á Njarðvík.

Svali sagði að þetta væri lögreglumál og að Marvin væri sinn Tarzan. Spjallið leiddist svo út í að Svali sagði að lögreglan á Suðurnesjum þyrfti að vera vel mönnuð og þá fór myndavélin beint á lögreglumenn sem mættir voru að fylgjast með. Þeim félögum fannst það frábært og hlógu mikið.

Allt myndbandið má sjá hér að ofan. Sjón er sögu ríkari!




Fleiri fréttir

Sjá meira


×