„Ég sagði einhvertíman að ég hefði viljað að þetta hefði verið samið fyrir mig,“ segir Regína Ósk í þættinum. „Þetta er eitt af mínum uppáhalds, svona af nýlegum lögum.“
Hún er reynslubolti þegar kemur að Eurovision en hún hefur keppt þrisvar sem bakrödd og einu sinni sem aðalrödd. Hún fór fyrst út árið 2001, þar sem hún sögn bakraddir í laginu Angel, en síðast fór hún út með Eurobandinu árið 2008, með lagið This is my life.
Hægt er að hlusta á flutning Regínu Óskar á Teardrops í spilaranum hér fyrir ofan en hlusta má á Eurovísi í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Með Regínu Ósk í laginu er Svenni Þór gítarleikari.