Rannsókn á slysinu við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði síðastliðinn þriðjudag er á lokastigi, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Hafnarfirði.
„Við erum búnir að taka skýrslur af öllum vitnum og þetta er bara svona að klárast. Það þurfti að taka aftur skýrslur af einhverjum og svo vorum við líka að finna fólk sem talið var að gæti veitt upplýsingar,“ segir Margeir.
Tveir ungir drengir voru hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Þeir eru bræður og hefur sá eldri verið útskrifaður af spítala en þeim yngri er enn haldið sofandi í öndunarvél.
Aðspurður segir Margeir að svo virðist sem að annar drengurinn hafi farið í lækinn á eftir bolta sem þar datt út í en ekki sé hægt að staðfesta það enn sem komið er þar sem verið sé að vinna úr rannsóknargögnum.
Rannsókn lögreglu á lokastigi

Tengdar fréttir

Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir
Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði.

Drengirnir tveir festust í fossinum
Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega.

Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp
Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf.

Nemendum í þremur grunnskólum í Hafnarfirði býðst sálfræðiþjónusta
Áfallateymi Hafnarfjarðarbæjar voru virkjuð um leið og fyrstu fréttir af slysinu við Reykdalsstíflu bárust í gær.

Öðrum drengnum enn haldið sofandi
Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag.

Eldri drengurinn hefur verið útskrifaður af spítala
Var vakinn til meðvitundar eftir slysið með endurlífgunartilraunum.