Paul Scholes: Guardiola verður stjóri Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2015 13:00 Pep Guardiola. Vísir/Getty Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, heldur því fram að Pep Guardiola verði knattspyrnustjóri Manchester City þegar hann hættir með Bayern München. Samningur Pep Guardiola við Bayern München rennur út sumarið 2016 en hann hefur gefið það út að hann ætli að klára öll þrjú árin í þessum samningi. Manuel Pellegrini, núverandi knattspyrnustjóri Manchester City, er valtur í sessi en liðið hefur gefið mikið eftir að undanförnu . City-liðið er komið alla leið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar allir bjuggust við því að liðið myndi berjast um Englandsmeistaratitilinn við Chelsea enda liðin jöfn á toppnum á Nýársdag. „Allt sem ég heyri frá Manchester er að Pep Guardiola fái þetta starf þegar samningur hans við Bayern München rennur út á næsta ári," skrifaði Paul Scholes í pistil sínum í Independent. Pep Guardiola er efstu á óskalista Manchester City samkvæmt heimildum Guardian en félagið hefur ekki mikinn áhuga á því að ráða menn eins og Carlo Ancelotti, Diego Simeone, Rafael Benítez eða Jürgen Klopp. Scholes skrifaði líka um Jürgen Klopp. „Það er enginn vafi í mínum huga að hann mun ná góðum árangri í ensku úrvalsdeildinni. Eina spurningin er bara hjá hvaða félagi," skrifaði Scholes. Scholes telur jafnframt að Guardiola og Klopp séu stjórar sem geti komið enskum liðum alla leið í Meistaradeildinni en að í dag sé enginn breskur stjóri líklegur til að ná góðum árangri í Meistaradeildinni. „Ég held að það sé enginn breskur stjóri starfandi í dag sem getur komið ensku liði alla leið í Meistaradeildinni. Þannig er bara staðan þótt að hún sé allt annað en skemmtileg. Ég vona samt að þetta breytist í framtíðinni og ég ber miklar væntingar til þess að vini mínum Ryan Giggs verði boðin knattspyrnustjórastaðan hjá Manchester United á einhverjum tímapunkti," skrifaði Scholes. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Sjá meira
Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, heldur því fram að Pep Guardiola verði knattspyrnustjóri Manchester City þegar hann hættir með Bayern München. Samningur Pep Guardiola við Bayern München rennur út sumarið 2016 en hann hefur gefið það út að hann ætli að klára öll þrjú árin í þessum samningi. Manuel Pellegrini, núverandi knattspyrnustjóri Manchester City, er valtur í sessi en liðið hefur gefið mikið eftir að undanförnu . City-liðið er komið alla leið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar allir bjuggust við því að liðið myndi berjast um Englandsmeistaratitilinn við Chelsea enda liðin jöfn á toppnum á Nýársdag. „Allt sem ég heyri frá Manchester er að Pep Guardiola fái þetta starf þegar samningur hans við Bayern München rennur út á næsta ári," skrifaði Paul Scholes í pistil sínum í Independent. Pep Guardiola er efstu á óskalista Manchester City samkvæmt heimildum Guardian en félagið hefur ekki mikinn áhuga á því að ráða menn eins og Carlo Ancelotti, Diego Simeone, Rafael Benítez eða Jürgen Klopp. Scholes skrifaði líka um Jürgen Klopp. „Það er enginn vafi í mínum huga að hann mun ná góðum árangri í ensku úrvalsdeildinni. Eina spurningin er bara hjá hvaða félagi," skrifaði Scholes. Scholes telur jafnframt að Guardiola og Klopp séu stjórar sem geti komið enskum liðum alla leið í Meistaradeildinni en að í dag sé enginn breskur stjóri líklegur til að ná góðum árangri í Meistaradeildinni. „Ég held að það sé enginn breskur stjóri starfandi í dag sem getur komið ensku liði alla leið í Meistaradeildinni. Þannig er bara staðan þótt að hún sé allt annað en skemmtileg. Ég vona samt að þetta breytist í framtíðinni og ég ber miklar væntingar til þess að vini mínum Ryan Giggs verði boðin knattspyrnustjórastaðan hjá Manchester United á einhverjum tímapunkti," skrifaði Scholes.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Sjá meira