Körfubolti

Fyrsta liðið til að vinna KR stórt í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson skoraði 20 stig í leiknum í gær.
Logi Gunnarsson skoraði 20 stig í leiknum í gær. Vísir/Ernir
Njarðvíkingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígi sitt á móti KR með því að vinna sextán stiga sigur á Íslands- og deildarmeisturunum úr Vesturbænum í Ljónagryfjunni í gær, 97-81.

KR-ingar voru fyrir leikinn aðeins búnir að tapa fjórum leikjum á tímabilinu og engum þeirra með meira en þremur stigum.

KR-liðið hafði fyrir leikinn í gærkvöldi tapað þessum fjórum leikjum með aðeins samtals 9 stigum.

Njarðvíkingar urðu jafnframt fyrsta liðið í vetur sem vinnur KR tvisvar sinnum en Njarðvík vann annan leik liðanna með einu stigi en hann fór einnig fram í Njarðvík.

Tindastóll varð fyrst til að vinna KR í janúar en síðan höfðu Haukar og Stjarnan einnig náð að fagna einum sigri á móti Vesturbæjarliðinu.  KR-ingar hafa unnið 34 af 39 leikjum sínum á tímabilinu.

Njarðvíkingar höfðu tapað öðrum og þriðja leikhluta í fyrstu þremur leikjunum með samtals 50 stigum en Njarðvíkurliðið vann þá með samtals 28 stigum í gær, 60-32.



Tapleikir KR-inga í vetur:

Deildin - 22. janúar á Sauðárkróki

3 stiga tap fyrir Tindastól, 78-81

Deildin - 15. febrúar á Ásvöllum

3 stiga tap fyrir Haukum, 84-87

Bikarúrslitin - 21. febrúar í Laugardalshöll

2 stiga tap fyrir Stjörnunni, 83-85

Úrslitakeppnin, 2. leikur í undanúrslitum - 9. apríl í Njarðvík

1 stigs tap fyrir Njarðvík, 84-85

Úrslitakeppnin, 4. leikur í undanúrslitum - 15. apríl í Njarðvík

16 stiga tap fyrir Njarðvík, 81-97


Tengdar fréttir

Bonneau er sannarlega á heimavelli í Ljónagryfjunni

Stefan Bonneau, bandaríski leikstjórnandi Njarðvíkinga, verður í sviðsljósinu með félögum sínum í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti KR í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Dominos-deildar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×