Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. apríl 2015 12:00 Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. Vísir/Ernir Ekki er vitað til þess að slys hafi áður orðið við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði. Í gær voru tveir drengir hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Annar drengjanna var vakinn til meðvitundar með endurlífgunaraðgerðum en hinum er enn haldið sofandi í öndunarvél, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir aðspurð að málið sé til skoðunar hjá bænum en enn hafi ekki fundist nein gögn um að slys hafi átt sér stað við stífluna. Hún var upphaflega byggð árið 1906 en svo endurbyggð hundrað árum síðar, árið 2006. „Í gær var strax byrjað að tæma lónið, að hleypa vatni úr því. Í morgun hefur okkar starfsfólk verið á vettvangi og lögreglan líka að rannsaka slysstaðinn,“ segir hún um stöðu málsins í dag. Unnið er að því að að finna leiðir til að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi geti átt sér stað aftur. Engar kvartanir hafa heldur borist bænum vegna stíflunnar en svæðið í kringum hana er opið og er greitt aðgengi að henni og fossinum. Eftir að slysið átti sér stað hefur nokkur umræða sprottið upp þar sem íbúar bæjarins tala um stífluna sem slysagildru. Steinunn staðfestir þó að bærinn hafi ekki fengið neinar athugasemdir. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira
Ekki er vitað til þess að slys hafi áður orðið við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði. Í gær voru tveir drengir hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Annar drengjanna var vakinn til meðvitundar með endurlífgunaraðgerðum en hinum er enn haldið sofandi í öndunarvél, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir aðspurð að málið sé til skoðunar hjá bænum en enn hafi ekki fundist nein gögn um að slys hafi átt sér stað við stífluna. Hún var upphaflega byggð árið 1906 en svo endurbyggð hundrað árum síðar, árið 2006. „Í gær var strax byrjað að tæma lónið, að hleypa vatni úr því. Í morgun hefur okkar starfsfólk verið á vettvangi og lögreglan líka að rannsaka slysstaðinn,“ segir hún um stöðu málsins í dag. Unnið er að því að að finna leiðir til að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi geti átt sér stað aftur. Engar kvartanir hafa heldur borist bænum vegna stíflunnar en svæðið í kringum hana er opið og er greitt aðgengi að henni og fossinum. Eftir að slysið átti sér stað hefur nokkur umræða sprottið upp þar sem íbúar bæjarins tala um stífluna sem slysagildru. Steinunn staðfestir þó að bærinn hafi ekki fengið neinar athugasemdir.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira
Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51
Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00
Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47