Nemendum í þremur grunnskólum í Hafnarfirði býðst sálfræðiþjónusta Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. apríl 2015 10:29 Áfallateymi Hafnarfjarðarbæjar voru virkjuð um leið og fyrstu fréttir af slysinu við Reykdalsstíflu bárust í gær. Vísir/Ernir Áfallateymi Hafnarfjarðarbæjar var virkjað um leið og fyrstu fréttir af slysinu við Reykdalsstíflu bárust. Þetta segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Tveir drengir voru hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. „Það eru þrír grunnskólar í nágrenninu; það er Lækjarskóli og Setbergsskóli og svo er Öldutúnsskóli líka í þessu hverfi,“ segir Steinunn. „Við settum strax í gær af stað hjá okkur áfallateymin í þessum skólum og áfallateymi bæjarins. Allir kennarar voru upplýstir um stöðuna og ef krakkarnir vildu ræða málin þá voru þeir til.“ Drengirnir tveir eru ekki nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar. Þær upplýsingar lágu þó ekki fyrir fyrr en síðar um daginn en slysið átti sér stað um hálf þrjú í gærdag. Öllum nemendum var í gærkvöldi boðin sálfræðiþjónusta. „Við sendum tölvupóst í gær á alla foreldra í þessum þremur skólum þar sem við sendum númer hjá sálfræðingum bæjarins ef að það hefði eitthvað komið upp í gærkvöldi,“ segir hún. Enginn hafði samband við sálfræðingana en boðið verður áfram upp á þjónustu þeirra í dag. Sérstök áhersla er lögð á nemendur í Lækjarskóla en slysið átti sér stað rétt hjá skólanum. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar munu aðstoða lögreglu eftir bestu getu við rannsókn málsins, að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst hugsum við til þessa fólks sem lendir í þessu. Hugur okkar er hjá þessu fólki,“ segir hún. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Áfallateymi Hafnarfjarðarbæjar var virkjað um leið og fyrstu fréttir af slysinu við Reykdalsstíflu bárust. Þetta segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Tveir drengir voru hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. „Það eru þrír grunnskólar í nágrenninu; það er Lækjarskóli og Setbergsskóli og svo er Öldutúnsskóli líka í þessu hverfi,“ segir Steinunn. „Við settum strax í gær af stað hjá okkur áfallateymin í þessum skólum og áfallateymi bæjarins. Allir kennarar voru upplýstir um stöðuna og ef krakkarnir vildu ræða málin þá voru þeir til.“ Drengirnir tveir eru ekki nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar. Þær upplýsingar lágu þó ekki fyrir fyrr en síðar um daginn en slysið átti sér stað um hálf þrjú í gærdag. Öllum nemendum var í gærkvöldi boðin sálfræðiþjónusta. „Við sendum tölvupóst í gær á alla foreldra í þessum þremur skólum þar sem við sendum númer hjá sálfræðingum bæjarins ef að það hefði eitthvað komið upp í gærkvöldi,“ segir hún. Enginn hafði samband við sálfræðingana en boðið verður áfram upp á þjónustu þeirra í dag. Sérstök áhersla er lögð á nemendur í Lækjarskóla en slysið átti sér stað rétt hjá skólanum. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar munu aðstoða lögreglu eftir bestu getu við rannsókn málsins, að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst hugsum við til þessa fólks sem lendir í þessu. Hugur okkar er hjá þessu fólki,“ segir hún.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51
Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00
Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47