Ætla að gera allt til að bjarga Eurovision Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 11:54 Hera segir ekki búið að finna plan B til að tryggja þátttöku Maríu Ólafs og félaga í Vín. Vísir/Stefán/Andri Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eurovision hjá RÚV, segist ekki óttast að Ísland verði dæmt úr leik í keppninni í ár vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Bandalag háskólamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeim möguleika var velt upp en það hefur verið starfsmaður sýslumanns sem staðfestir niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar.Sjá einnig: Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Ekki er búið að finna neitt plan B til að tryggja þátttöku Íslands en unnið er að því. „Ég veit að það getur komið til þess, ef menn eru ennþá í verkfalli þegar þetta er, þá verðum við að leita annara leiða. Ég veit það eru aðrir möguleikar en hverjir þeir eru, ég veit það ekki,“ segir Hera aðspurð um málið. „Við erum ekki komin með plan B ennþá. Við vonumst náttúrulega að þetta verkfall leysist.“ „Við þurfum náttúrulega að leita leiða og við þurfum að kanna hverjir aðrir mega vera vottar til að staðfesta að allt fari rétt fram. Við eigum bara eftir að kanna hvort það eru einhverjir aðrir sem geta sinnt þessu starfi,“ segir hún. Er íslenska teymið búið að vera í sambandi við skipuleggjendur keppninannar í Vínarborg? „Ekki enn. Við förum að gera það bráðlega.“ Tilkynna þarf um hver verður vottur dómnefndar fyrir lok mánaðarins. „Þetta er að renna út á tíma en að sjálfsögðu verður alltaf reynt að taka tillit til svona mála og það verður alveg örugglega fundin einhver lausn.“Sjá einnig: Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria Hera segist ekki óttast að Ísland verði ekki með í ár. „Nei ég er nú ekki komin svo langt að hafa áhyggjur af því en svo veit maður náttúrulega aldrei. Að sjálfsögðu munum við leita allra leiða til að það komi ekki til,“ segir Hera. Að öðru leyti segir hún undirbúninginn ganga vel. „Þetta verður prógram frá morgni til kvölds alla daga,“ segir hún. „Það er margt fólk sem þarf að ferja þarna út og koma fyrir en við erum bara ægilega spennt.“ Eurovision Tengdar fréttir Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eurovision hjá RÚV, segist ekki óttast að Ísland verði dæmt úr leik í keppninni í ár vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Bandalag háskólamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeim möguleika var velt upp en það hefur verið starfsmaður sýslumanns sem staðfestir niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar.Sjá einnig: Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Ekki er búið að finna neitt plan B til að tryggja þátttöku Íslands en unnið er að því. „Ég veit að það getur komið til þess, ef menn eru ennþá í verkfalli þegar þetta er, þá verðum við að leita annara leiða. Ég veit það eru aðrir möguleikar en hverjir þeir eru, ég veit það ekki,“ segir Hera aðspurð um málið. „Við erum ekki komin með plan B ennþá. Við vonumst náttúrulega að þetta verkfall leysist.“ „Við þurfum náttúrulega að leita leiða og við þurfum að kanna hverjir aðrir mega vera vottar til að staðfesta að allt fari rétt fram. Við eigum bara eftir að kanna hvort það eru einhverjir aðrir sem geta sinnt þessu starfi,“ segir hún. Er íslenska teymið búið að vera í sambandi við skipuleggjendur keppninannar í Vínarborg? „Ekki enn. Við förum að gera það bráðlega.“ Tilkynna þarf um hver verður vottur dómnefndar fyrir lok mánaðarins. „Þetta er að renna út á tíma en að sjálfsögðu verður alltaf reynt að taka tillit til svona mála og það verður alveg örugglega fundin einhver lausn.“Sjá einnig: Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria Hera segist ekki óttast að Ísland verði ekki með í ár. „Nei ég er nú ekki komin svo langt að hafa áhyggjur af því en svo veit maður náttúrulega aldrei. Að sjálfsögðu munum við leita allra leiða til að það komi ekki til,“ segir Hera. Að öðru leyti segir hún undirbúninginn ganga vel. „Þetta verður prógram frá morgni til kvölds alla daga,“ segir hún. „Það er margt fólk sem þarf að ferja þarna út og koma fyrir en við erum bara ægilega spennt.“
Eurovision Tengdar fréttir Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05