Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2015 21:15 Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. Umhverfissamtök segja þetta kolranga ályktun.Skýrslan er þegar farin að virka sem olía á eld í umræðu um loftlagsmál og olíuvinnslu á norðurslóðum. Skilaboðin til stjórnvalda í Washington eru nefnilega þessi, eins og grænlenski fréttamiðillinn Arctic Journal orðaði það: Flýtið ykkur að bora. Það var svokallað þjóðarráð um olíumál sem vann skýrsluna að ósk orkumálaráðherra Bandaríkjanna en ráðið er skipað fulltrúum bandaríska olíugeirans, embættismönnum og óháðum sérfræðingum. Tilgangurinn var að meta þörfina á olíuvinnslu á þeim norðlægu svæðum sem Bandaríkin ráða yfir, sem öll eru í Alaska. Meginniðurstaðan er sú að Bandaríkjastjórn er eindregið hvött til þess að flýta sem kostur er olíuleit á norðurslóðum, annars eigi Bandaríkin það á hættu að verða aftur háð innflutningi á olíu. Í skýrslunni er bent á að stóruaukin vinnsla svokallaðrar bergbrotsolíu úr jarðlögum muni vart endast nema í rúman áratug. Því sé ekki seinna vænna að hefjast handa að nýta hinar miklu auðlindir norðurslóða enda taki minnst áratug að undirbúa olíuvinnslu þar. Skýrsluhöfundar viðurkenna þá erfiðleika og áhættu sem fylgi olíuleit á viðkvæmum heimskautasvæðum. Þeir segja hins vegar að olíuiðnaðurinn búi nú þegar yfir tækni og þekkingu til að unnt sé að vinna olíu þar á ábyrgan og öruggan hátt. Bandarísk umhverfissamtök hafa þegar brugðist við skýrslunni, segja að sú ályktun skýrslunnar að finna þurfa meiri olíu sé kolröng, svarið eigi að vera að draga úr þörfinni fyrir jarðefnaeldsneyti í stað þess að ógna náttúrunni og framtíð jarðarbúa með loftlagsbreytingum. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. Umhverfissamtök segja þetta kolranga ályktun.Skýrslan er þegar farin að virka sem olía á eld í umræðu um loftlagsmál og olíuvinnslu á norðurslóðum. Skilaboðin til stjórnvalda í Washington eru nefnilega þessi, eins og grænlenski fréttamiðillinn Arctic Journal orðaði það: Flýtið ykkur að bora. Það var svokallað þjóðarráð um olíumál sem vann skýrsluna að ósk orkumálaráðherra Bandaríkjanna en ráðið er skipað fulltrúum bandaríska olíugeirans, embættismönnum og óháðum sérfræðingum. Tilgangurinn var að meta þörfina á olíuvinnslu á þeim norðlægu svæðum sem Bandaríkin ráða yfir, sem öll eru í Alaska. Meginniðurstaðan er sú að Bandaríkjastjórn er eindregið hvött til þess að flýta sem kostur er olíuleit á norðurslóðum, annars eigi Bandaríkin það á hættu að verða aftur háð innflutningi á olíu. Í skýrslunni er bent á að stóruaukin vinnsla svokallaðrar bergbrotsolíu úr jarðlögum muni vart endast nema í rúman áratug. Því sé ekki seinna vænna að hefjast handa að nýta hinar miklu auðlindir norðurslóða enda taki minnst áratug að undirbúa olíuvinnslu þar. Skýrsluhöfundar viðurkenna þá erfiðleika og áhættu sem fylgi olíuleit á viðkvæmum heimskautasvæðum. Þeir segja hins vegar að olíuiðnaðurinn búi nú þegar yfir tækni og þekkingu til að unnt sé að vinna olíu þar á ábyrgan og öruggan hátt. Bandarísk umhverfissamtök hafa þegar brugðist við skýrslunni, segja að sú ályktun skýrslunnar að finna þurfa meiri olíu sé kolröng, svarið eigi að vera að draga úr þörfinni fyrir jarðefnaeldsneyti í stað þess að ógna náttúrunni og framtíð jarðarbúa með loftlagsbreytingum.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira