Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. apríl 2015 19:00 Leiðarljósið við afnám gjaldeyrishaftanna verður að standa vörð um almenning, koma í veg fyrir að krónan hrynji og verja stöðugleikann. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og ítrekar að höftum verði aflétt alveg á næstunni. Hann hafnar því að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna. Samstarfið gangi mjög vel. Sigmundur Davíð fékk nær einróma stuðning til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag, sem og aðrir í forystu flokksins.Sjá einnig: „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þagað þunnu hljóði eftir yfirlýsingu forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishafta en það hefur ýtt undir sögusagnir þess efnis að hún hafi ekki verið gefin í góðu samkomulagi. Það segir forsætisráðherra hinsvegar af og frá. Hann sé í reglulegu sambandi við formann Sjálfstæðisflokksins um þau skref sem hafi verið tekin í málinu þótt þeir gangi ekki svo langt að lesa yfir ræður hvors annars á landsfundum eða flokksþingum. Svokallaður stöðugleikaskattur á að skila hundruðum milljarða samkvæmt ræðunni. Sigmundur Davíð segir þó að þar sé ekki um eiginlega tekjuleið að ræða. Þetta fari ekki í rekstur ríkissjóðs eða framkvæmdir. Það sé einfaldlega verið að skapa svigrúm svo hægt sé að aflétta höftunum.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Slitabúin og kröfuhafar bankanna fengu harða útreið í ræðu ráðherrans sem hélt því fram að þau stunduðu njósnir og sálgreiningar og hefðu varið átján milljörðum í verja hagsmuni sína. Ráðherrann ræddi hinsvegar ekki fylgistap flokksins og ásakanir um að hann hafi gengið bak orða sinna varðandi þjóðina og Evrópumálin. Hann segir nú að hann hafi átt við heildarkostnað, til að mynda af öllum rekstri slitabúanna, allri umsýslu þeirra sem og lögfræðikostnaði. Hann tekur því fjarri að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa heldur hafi hann verið að gera grein fyrir hversu mikilir hagsmunir væru í húfi. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Forsætisráðherra sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að frumvarp um afnám hafta yrði lagt fyrir á Alþingi fyrir þinglok. 20 þingfundardagar eru eftir af þingi. Digurbarkalegar yfirlýsingar, segir Árni Páll Árnason 11. apríl 2015 09:00 Sigmundur hlaut yfirburða kosningu: Verður formaður næstu tvö árin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í dag endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi. 11. apríl 2015 15:07 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Leiðarljósið við afnám gjaldeyrishaftanna verður að standa vörð um almenning, koma í veg fyrir að krónan hrynji og verja stöðugleikann. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og ítrekar að höftum verði aflétt alveg á næstunni. Hann hafnar því að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna. Samstarfið gangi mjög vel. Sigmundur Davíð fékk nær einróma stuðning til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag, sem og aðrir í forystu flokksins.Sjá einnig: „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þagað þunnu hljóði eftir yfirlýsingu forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishafta en það hefur ýtt undir sögusagnir þess efnis að hún hafi ekki verið gefin í góðu samkomulagi. Það segir forsætisráðherra hinsvegar af og frá. Hann sé í reglulegu sambandi við formann Sjálfstæðisflokksins um þau skref sem hafi verið tekin í málinu þótt þeir gangi ekki svo langt að lesa yfir ræður hvors annars á landsfundum eða flokksþingum. Svokallaður stöðugleikaskattur á að skila hundruðum milljarða samkvæmt ræðunni. Sigmundur Davíð segir þó að þar sé ekki um eiginlega tekjuleið að ræða. Þetta fari ekki í rekstur ríkissjóðs eða framkvæmdir. Það sé einfaldlega verið að skapa svigrúm svo hægt sé að aflétta höftunum.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Slitabúin og kröfuhafar bankanna fengu harða útreið í ræðu ráðherrans sem hélt því fram að þau stunduðu njósnir og sálgreiningar og hefðu varið átján milljörðum í verja hagsmuni sína. Ráðherrann ræddi hinsvegar ekki fylgistap flokksins og ásakanir um að hann hafi gengið bak orða sinna varðandi þjóðina og Evrópumálin. Hann segir nú að hann hafi átt við heildarkostnað, til að mynda af öllum rekstri slitabúanna, allri umsýslu þeirra sem og lögfræðikostnaði. Hann tekur því fjarri að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa heldur hafi hann verið að gera grein fyrir hversu mikilir hagsmunir væru í húfi.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Forsætisráðherra sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að frumvarp um afnám hafta yrði lagt fyrir á Alþingi fyrir þinglok. 20 þingfundardagar eru eftir af þingi. Digurbarkalegar yfirlýsingar, segir Árni Páll Árnason 11. apríl 2015 09:00 Sigmundur hlaut yfirburða kosningu: Verður formaður næstu tvö árin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í dag endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi. 11. apríl 2015 15:07 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Forsætisráðherra sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að frumvarp um afnám hafta yrði lagt fyrir á Alþingi fyrir þinglok. 20 þingfundardagar eru eftir af þingi. Digurbarkalegar yfirlýsingar, segir Árni Páll Árnason 11. apríl 2015 09:00
Sigmundur hlaut yfirburða kosningu: Verður formaður næstu tvö árin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í dag endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi. 11. apríl 2015 15:07
„Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44
Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09