„Ekki vera hrædd við að gera heimskulega hluti“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2015 09:30 Fjölmargir úr tölvuleikjaiðnaðinum sóttu Slush Play ráðstefnuna í Reykjavík. Mynd/Halldóra Ólafs Fjölmargir úr tölvuleikjaiðnaðinum sóttu Slush Play Reykjavík ráðstefnuna sem lauk nú í gær. Þar mátti sjá forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja sem og erlendra. Tengslamyndun spilaði stóran þátt í ráðstefnunni og var markmið hennar að koma forsvarsmönnum sprotafyrirtækja í samband við fjárfesta og hvora aðra. Þar ræddu vanir leikjaframleiðendur um hvaða áhættum nýliðarnir þyrftu að passa sig á og hvað hefði reynst vel.Framtíðarviðmót sýndarveruleika Mörg hinna nýju fyrirtækja hér á landi vinna að þróun leikja fyrir sýndarveruleika. Meðal ræðumanna á ráðstefnunni var Chet Faliszek frá fyrirtækinu Valve sem fór yfir þróun sýndarveruleika. Hann fór yfir hvaða atriði framleiðendur ættu að forðast og margt fleira. Faliszek fjallaði meðal annars um ákveðið vandamál sem frumkvöðlar sýndarveruleika glíma nú við. Það er að þeir vinna nú á ókönnuðu svæði og óvíst er hvert framtíðin mun leiða þá. Sem dæmi benti hann á að á nokkrum af allra fyrstu bílunum voru sett stýri eins og eru á árábátum. Það var það sem fólk þekkti best og því var rökrétt að notast við slík stýri á bílum. Eins og frumkvöðlar bílanna uppgötvuðu þá lá framtíðin ekki í slíkum stýrum á bílum og nú er það frumkvöðla sýndarveruleika að uppgötva hvert framtíðarviðmót sýndarveruleika verði. „Ekki vera hrædd við að gera heimskulega hluti,“ sagði Faliszek. Hann hvatti fólk til að prófa sig áfram og að hugsa út fyrir rammann.Mikil gróska á Íslandi Á ráðstefnunni var einnig haldinn kynningarkeppni þar sem forsvarsmenn sprotafyrirtækja kynntu vörur sínar fyrir fjárfestum sem voru í hlutverki dómara. Sænska fyrirtækið Poppermost vann keppnina, en í verðlaun fengu þeir miða og sýningarbás á Slush ráðstefnunni í Helsinki í nóvember. Hér á landi er mikil gróska í tölvuleikjaiðnaðinum og hefur leikjaframleiðendum farið fjölgandi síðustu misseri. Um fimm hundruð störf hafa myndast í geiranum hér á landi og veltir íslenski leikjaiðnaðurinn um tólf milljörðum króna á ári. Framtíðarsýn samtaka íslenskra leikjaframleiðenda er að gera Ísland að einu helsta leikjaframleiðslusvæði heimsins. Leikjavísir Tengdar fréttir Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18 Ný stikla fyrir EVE Valkyrie kynnt á Fanfest Sjáið risastóra geimorrustu í heimi EVE. 19. mars 2015 22:51 Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55 Ástríðan stýrir indieframleiðendum Stjórnarformaður Íslenskra leikjaframleiðenda vill fleiri framleiðendur á Íslandi. 28. apríl 2015 10:45 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Fjölmargir úr tölvuleikjaiðnaðinum sóttu Slush Play Reykjavík ráðstefnuna sem lauk nú í gær. Þar mátti sjá forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja sem og erlendra. Tengslamyndun spilaði stóran þátt í ráðstefnunni og var markmið hennar að koma forsvarsmönnum sprotafyrirtækja í samband við fjárfesta og hvora aðra. Þar ræddu vanir leikjaframleiðendur um hvaða áhættum nýliðarnir þyrftu að passa sig á og hvað hefði reynst vel.Framtíðarviðmót sýndarveruleika Mörg hinna nýju fyrirtækja hér á landi vinna að þróun leikja fyrir sýndarveruleika. Meðal ræðumanna á ráðstefnunni var Chet Faliszek frá fyrirtækinu Valve sem fór yfir þróun sýndarveruleika. Hann fór yfir hvaða atriði framleiðendur ættu að forðast og margt fleira. Faliszek fjallaði meðal annars um ákveðið vandamál sem frumkvöðlar sýndarveruleika glíma nú við. Það er að þeir vinna nú á ókönnuðu svæði og óvíst er hvert framtíðin mun leiða þá. Sem dæmi benti hann á að á nokkrum af allra fyrstu bílunum voru sett stýri eins og eru á árábátum. Það var það sem fólk þekkti best og því var rökrétt að notast við slík stýri á bílum. Eins og frumkvöðlar bílanna uppgötvuðu þá lá framtíðin ekki í slíkum stýrum á bílum og nú er það frumkvöðla sýndarveruleika að uppgötva hvert framtíðarviðmót sýndarveruleika verði. „Ekki vera hrædd við að gera heimskulega hluti,“ sagði Faliszek. Hann hvatti fólk til að prófa sig áfram og að hugsa út fyrir rammann.Mikil gróska á Íslandi Á ráðstefnunni var einnig haldinn kynningarkeppni þar sem forsvarsmenn sprotafyrirtækja kynntu vörur sínar fyrir fjárfestum sem voru í hlutverki dómara. Sænska fyrirtækið Poppermost vann keppnina, en í verðlaun fengu þeir miða og sýningarbás á Slush ráðstefnunni í Helsinki í nóvember. Hér á landi er mikil gróska í tölvuleikjaiðnaðinum og hefur leikjaframleiðendum farið fjölgandi síðustu misseri. Um fimm hundruð störf hafa myndast í geiranum hér á landi og veltir íslenski leikjaiðnaðurinn um tólf milljörðum króna á ári. Framtíðarsýn samtaka íslenskra leikjaframleiðenda er að gera Ísland að einu helsta leikjaframleiðslusvæði heimsins.
Leikjavísir Tengdar fréttir Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18 Ný stikla fyrir EVE Valkyrie kynnt á Fanfest Sjáið risastóra geimorrustu í heimi EVE. 19. mars 2015 22:51 Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55 Ástríðan stýrir indieframleiðendum Stjórnarformaður Íslenskra leikjaframleiðenda vill fleiri framleiðendur á Íslandi. 28. apríl 2015 10:45 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18
Ný stikla fyrir EVE Valkyrie kynnt á Fanfest Sjáið risastóra geimorrustu í heimi EVE. 19. mars 2015 22:51
Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55
Ástríðan stýrir indieframleiðendum Stjórnarformaður Íslenskra leikjaframleiðenda vill fleiri framleiðendur á Íslandi. 28. apríl 2015 10:45