Norska handboltalandsliðið er áfram með fullt hús í sínum riðli í undankeppni EM 2016 eftir 27-26 sigur á Króötum í Stavanger í kvöld.
Norðmenn hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína í riðlinum en fyrir leikinn voru bæði liðin búin að vinna tvo fyrstu leiki sína.
Christian Berge er greinilega að gera góða hluti með norska liðið en hann tók við í febrúar.
Norðmenn voru frábærir í fyrri hálfleiknum sem þeir unnu 17-13 eftir að átt 5-1 sprett á síðustu sex mínútum hálfleiksins.
Króatar unnu upp muninn á fyrstu þrettán mínútum seinni hálfleiksins og jöfnuðu metin í 20-20 eftir að þeir skoruðu þrjú mörk í röð.
Norðmenn voru hinsvegar skrefinu á undan og Króatarnir komust aldrei yfir. Norska liðið komst í 27-25 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir.
Norðmönnum tókst ekki að skora fleiri mörk í leiknum en Króatar skoruðu aðeins eitt mark á síðustu tveimur mínútunum og því var sigurinn Norðmanna.
Espen Lie Hansen og Sander Sagosen skoruðu báðir fimm mörk fyrir norska liðið en Ivan Cupic ar markahæstur hjá Króatíu með fimm mörk.
Norðmenn unnu Króata

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 38-22 | Mögnuð frammistaða strákanna
Íslenska landsliðið valtaði yfir það serbneska í undankeppni EM 2016 í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 38-22, Íslandi í vil.

Austurríki náði að hrista af sér spræka Finna
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar hjá Austurríki nældu í sin fyrstu stig í undankeppni EM í dag.

Strákarnir hans Dags unnu Spánverja
Þýska handboltalandsliðið er áfram með fullt hús í undankeppni EM 2016 eftir eins marks sigur á Spánverjum í Mannheim í kvöld.