„Stærsta og flottasta sýning okkar í vetur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. apríl 2015 15:14 „Þetta eru í raun þrjú verk,“ segir Íris María Stefánsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins, um BLÆÐI: obsidian pieces sem er samstarfsverkefni dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík. Verkið verður frumsýnt 19. maí á Stóra sviði Borgarleikhússins og í kjölfarið sýnt aftur 25. maí og 28. maí. Listahátíðin sjálf verður sett 13. maí og stendur til 7. júní. „Þarna er stórt verk eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við tónlist Ben Frost en það kallast Black Marrow. Að auki eru þarna tveir bútar, Sin og The Evocation, úr stærra verki sem kallast Babel (words),“ segir Íris María. Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hefur unnið með hópum víða um Evrópu. Hún starfar nú sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Það verk er eftir áðurnefndan Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui en Cherkaoui er einn allra eftirsóttasti danshöfundur veraldar. Nýverið tók hann við starfi listræns stjórnanda Kongunglega flæmska ballettsins. Bæði Jalet og Cherkaoiu hlutu hina frönsku riddaraorðu árið 2013 fyrir framlag sitt til lista á heimsvísu. Að lokum ber að nefna verkið Les Médúsées eftir títtnefndan Jalet. „Þetta er síðasta sýningin okkar á þessu sýningarári og það verður öllu tjaldað til. Við verðum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu en höfum hingað til verið á minni sviðum. Þetta er klárlega stærsta og flottasta sýningin okkar í vetur,“ segir Íris María.Með fréttinni má sjá örlítið brot úr sýningunni. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta eru í raun þrjú verk,“ segir Íris María Stefánsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins, um BLÆÐI: obsidian pieces sem er samstarfsverkefni dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík. Verkið verður frumsýnt 19. maí á Stóra sviði Borgarleikhússins og í kjölfarið sýnt aftur 25. maí og 28. maí. Listahátíðin sjálf verður sett 13. maí og stendur til 7. júní. „Þarna er stórt verk eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við tónlist Ben Frost en það kallast Black Marrow. Að auki eru þarna tveir bútar, Sin og The Evocation, úr stærra verki sem kallast Babel (words),“ segir Íris María. Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hefur unnið með hópum víða um Evrópu. Hún starfar nú sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Það verk er eftir áðurnefndan Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui en Cherkaoui er einn allra eftirsóttasti danshöfundur veraldar. Nýverið tók hann við starfi listræns stjórnanda Kongunglega flæmska ballettsins. Bæði Jalet og Cherkaoiu hlutu hina frönsku riddaraorðu árið 2013 fyrir framlag sitt til lista á heimsvísu. Að lokum ber að nefna verkið Les Médúsées eftir títtnefndan Jalet. „Þetta er síðasta sýningin okkar á þessu sýningarári og það verður öllu tjaldað til. Við verðum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu en höfum hingað til verið á minni sviðum. Þetta er klárlega stærsta og flottasta sýningin okkar í vetur,“ segir Íris María.Með fréttinni má sjá örlítið brot úr sýningunni.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira